luxatio hugans

awakening

mánudagur, febrúar 28, 2005

Enn af prófaveðri

Það er naumast að Prófaveðrið ákvað að taka mig í ra......... í ár. Rjómablíða. Rétt upp hend sem þorir að leggja pening undir, á að það komi óveður 11. mars. Mig langar til að blóta á allskyns vegu. En það gerir maður ekki á opnum vef.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Prófaveður

Muhahaha, hló Prófaveðrið í dag. Þú hélst að þú gætir leikið á mig með því að vera í prófum í febrúar!! En þar skjátlaðist þér. Ég skelli bara á blíðu, einn, tveir og núna. Já og best að hafa það bara heitastu daga sem mælst hafa í febrúar, fyrst ég er að þessu á annað borð. ÞÚ GETUR GLEYMT ÞVÍ AÐ ÞÚ FÁIR AÐ TAKA PRÓF Í VONDU VEÐRI!!

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Kínverskt nudd II

Ok. Ég fór aftur í gær. Þegar kínverjinn var að nudda á mér hársvörðinn, og það var betra en það gerist best í klippingu, þá var ég næstum því búin að spyrja hann hvort hann langaði í varanlegt dvalarleyfi á Íslandi. Gaurinn er pottþétt meira en 25.

Ísland í bítið

haha ég er að kafna úr hlátri við að hlusta á Svövu í 17 syngja "I will survive" í karoke keppninni í Ísland í bítið. Váá, hvað þetta er lélegt, vona svo sannarlega að konan hafi húmor fyrir sjálfri sér. Þetta var öllu betur gert hjá mér og Kristínu Lindu og Belee um árið. Jamm. Annars horfum við Ester Helga á Ísland í bítið á hverjum morgni núna. Ekki misskilja mig, að sjálfsögðu á ég við seinni sýninguna sem er frá 10-12. Við erum ekki vaknaðar klukkan 7.00. Ég er ekki frá því að ég sé betur upplýst um samfélag mitt, við það að horfa á þennan þátt. Púlsinn tekinn. Annars er það nú meira þannig að það er kveikt á sjónvarpinu á meðan við sinnum okkar daglegu athöfnum mæðgurnar. Það er ekki svo mikið þannig að ég poppi og komi mér fyrir í sófanum fyrir framan Ísland í bítið. Bara svona til að fyrirbyggja alla fordæmingu sem var í uppsiglingu.
Annars er ég haldin áráttu og þráhyggju. Ég leiðrétti málfar fólks, í huganum, á meðan ég hlusta á það tala. Það er þreytandi. Og þá getur það verið dauði að hlusta á Ingu Lind. Maður er bara uppgefinn.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Fréttir

Það sem stendur uppúr fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld er annars vegar það hvað ég fíla Árna Magnússon rosalega vel, eins og áður hefur verið sagt, og hins vegar fyrir hvað stendur G í G. Pétur Matthíasson? Hvað er svo ömurlegt að maður vilji ekki heita það, en samt ekki nógu ömurlegt til að droppa G-inu?

Kínverskt Valentínusarnudd

Humm, á þessu heimili voru sumir búnir að ákveða að hunsa auglýsingarskrum og sölumennsku sem nefnt hefur verið Valentínusardagur, en aðrir héldu að einhverjir kynnu að reiðast ef ekkert yrði keypt, og til að gera langa sögu stutta þá áskotnaðuðust mér 3 tímar í kínversku nuddi. Þetta eru Kínverjar sem reka Kínversku Náttúrulækningarnar á Skólavörðustíg. Allavega, ómægod. Nú hef ég hitt einn og einn sjúkraþjálfarann og nuddarann og ómægod. Þetta var ótrúlegt. Það nuddaði mig pínulítill Kínverji með klístraða, litla, chubby, unaðslega fingur. En ekki nóg með það heldur nuddaði hann mig með fótunum líka. Hann minnti á fimleikaapa. Fimleika segi ég, því gaurinn hékk í tvíslá á meðan hann nuddaði mig með fótunum og apa, því fimin sem gaurinn er með í fótunum minnir helst á apa. Hann nuddaði hvern lið fyrir sig í bakinu á mér með fótunum. Auðvitað er sjúklega snjallt að nota eigin líkamsþunga við nuddið en ekki vera að puða þetta. Ég mæli með þessu við alla sem eru með bakkvilla. Ég hef prófað skrilljón sjúkraþjálfara sem rukka 2900 fyrir 20 mínútur, ef það nær þá því, og ég hef ekki fengið bót minna meina hjá þeim. Mér hefur líkað einna best við Ingu í KA heimilinu, en svo fór hún að nudda landsliðið og þá var það búið. Jamm.

Kristinn H. Gunnarsson

er hinn þögli sigurvegari. Respect!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Árshátíð

Ég fór á Árshátíð Læknanema á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Haldið á Hótel Sögu og maturinn var hreint afbragð. Ég hef ekki farið á síðustu tvær árshátíðir og man ekki eftir að hafa borðað á þeirri fyrstu, solleis að maturinn á þessari stendur uppúr. Jamm.
Mér leið eins og Birgittu Haukdal þegar ég gekk í salinn. Ég kom seint, fólk var sest við borðin og ég ætlaði aldrei að komast að mínu borði vegna ótrúlegs fjölda fólks sem þurfti að ná af mér tali, faðma mig og kyssa og mynda mig. Og láta mynda sig, með mér. Velta mætti því fyrir sér hvort svo sé stjörnueiginleikum mínum fyrir að þakka, eða einfaldlega því að jafn óvenjulegt er að sjá mig á slíkri skemmtun eins og að sjá sjúkling með Rheumatic Fever.
Mér fannst skemmtiatriði annars árs brjálæðislega fyndið. Og þar sem ég sat og hló þar til tárin láku niður kinnarnar, þá gat ég ekki varist því að velta því fyrir mér hvort ég hefði svona sjúkan haus.

Hvað er

Reynir Tómas að gera á forsíðu DV, skælbrosandi undir fyrirsögninni: "Dvergum eytt á Íslandi?" Ekki smart. Og ábyggilega allt öðruvísi en hann hafði hugsað sér, ef hann þá var á annað borð spurður.

Eiður Smári

Þó!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Borðstofusett

Já góðir hálsar, þá á maður bara nýtt borðstofusett. Það er svona þegar tengdaforeldrarnir fá sér nýtt. Maður er alltaf að græða.

Ég er ekki lítill frjálshyggjutittur

en samt verð ég að segja að mér finnst miklu skemmtilegra að hlusta á ensku lýsingarnar heldur en þær íslensku. Þegar einhver er jafn sjálfsörugg og klár og ég, og þorir að mynda sér sínar eigin skoðanir, þá raðast skoðanir manns á alla flokka.
Lítill flokkavillingstittur. Það mætti kalla mig það.

slef

Ég slefaði yfir fréttablaðinu í dag þegar ég las um miðlægt ryksugukerfi. Þá er eitt ryksugu unit, í bílskúrnum eða eitthvað, og svo liggja rör í öllum veggjum hússins, og svo stingur maður bara ryksugubarkanum í samband í vegginn OG RYKIÐ FER ÚT ÚR HÚSINU. Ohhhh um mig fer unaðshrollur. Hægt er að hafa innstungu í eldhúsinnréttingunni og þá sópar maður bara brauðmylsnu og öðru í átt að innstungunni. Ég finn einhverja undarlega lostatilfinningu. Ætli það sé eðlilegt?
Buddurnar Barbara og Hrefna Díana eru að byggja sér. Ég fæ þær til að fá sér svona og lifi svo drauminn í gegn um þær. Aumt en skárra en ekkert.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Must have

Það ættu öll heimili landsins að eiga einn krúttlegan patholog sem heitir Jón Gunnlaugur. Nauðsynlegt alveg. Pínu sad samt þegar svona hrikalega yndisleg mannvera velur sér að verða patholog. Hann ætti að mínu mati að fást við fólk en ekki fixeringar. En ég var aldrei spurð.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Gubb

Stelpudagar í Sambíóunum. Góðu kvikmyndirnar sem boðið er uppá. Ég held að jafnréttisfulltrúi háskólans ætti að æsa sig yfir því að Sambíóin skuli flokka kvenþjóðina sem hálfvita, og láta saklausa læknanema í friði. Fyrir þá sem geta ekki fylgst með æsispennandi spjallinu á spjallrásum læknanema, þá er jafnréttisfulltrúi háskólans að ærast yfir brenglaðri jafnréttisvitund læknanema. Ég vissi ekki einu sinni að ég hefði jafnréttisvitund, fyrr en að mér var bent á að hún væri brengluð.
Málið er allt hið hlægilegasta. Í nokkur ár hefur verið farið í mjög skemmtilega ferð út úr bænum með annars árs læknanema til að þjálfa þá fyrir kynfræðsluna sem við erum með í framhaldsskólum landsins. Það gerum við btw í sjálfboðavinnu. Í ferðinni eru workshop ýmiskonar en einnig var farið í leiki til að hrista þetta aðeins upp og hafa gaman. Oftar en ekki er kynlíf og kynsjúkdómar einhvers konar útgangspunktur leiksins til að reyna að gera þetta sem frjálslegast og afslappað enda verið að búa læknanema, sem alla jafna hafa ekki talað mikið um kynlíf, undir það að fræða unglinga um það. Þá er mjög mikilvægt að læknaneminn fari ekki að roðna og blána í fræðslunni. Öllum aspectum kynlífs var velt upp og fólk látið mynda sér skoðun á öllum andskotanum til þess að standa svo ekki á gati ef spurningin kæmi upp í skólunum. Og trúið mér.......ég hef fengið ótrúlegustu spurningar.
Jæja áfram með smjörið. Í ferðinni var farið í ratleik. Á einni stöðinni var verkefnið að semja klámvísu, í þeim tilgangi sem rakin var hér að framan. Að gera þetta eðlilegt og afslappað og hafa gaman. Af einhverjum ástæðum barst áðurnefndum jafnréttisfulltrúa ein slík vísa í hendur. Og guð minn góður, viðkomandi ærðist. Þusti á deildarfund læknadeildar og krafði forsvarsmenn deildarinnar og kennara svara um það hvers konar lýður þetta væri í deildinni. Hún spurði kennara hvort þeir yrðu varir við þessa hegðun nema í tímum. HAHAHAHA. Svo fór jafnréttisfulltrúinn inn á vefinn okkar og finnst eitthvað óviðeigandi hvernig við kynnum okkur þar??
En ég vil fá að vita þetta? Yrði allt vitlaust ef verkfræðinemar eða lögfræðinemar myndu semja klámvísu í Þjórsárveri? Hefur einhver áhuga á því hvernig þeir kynna sig á vef nemendafélagsins. Nú, árið 2005, þegar búið er að þvo mestu helgislepjuna af læknum, er þá samt hægt að ætlast til þess að læknanemar séu eitthvað andlegra fólk en gengur og gerist. Ja, maður spyr sig.

Til Bergþóru

Jæja úrslitin í enska voru okkur hagstæð í gærkvöldi þegar Man. Utd. lagði Arsenal í þrælskemmtilegum leik. Nei hvernig læt ég. Þú varst náttúrulega að horfa.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Pétur Blöndal

er hálfviti. Það er ekki til neinn veruleikafirrtari maður. Firring mannsins er með slíkum ólíkindum að ég kem ekki orði fyrir mig. Ég gleymi því aldrei þegar ég hlustaði á manninn í útvarpsviðtali, þar sem hann var spurður að því hvort hann gæti lifað af 40 krónum á mánuði, í tengslum við öryrkjafárið (minnir mig). Já hann hélt það nú. Hann sagði að hann myndi bara leigja með einhverjum vini sínum. Það mætti alveg lifa af þessu ef fólk skipti bara reikningunum á milli sín!!!!!!!
Og nú var álfurinn að tjá sig á Alþingi um það að börn ættu bara að vera heima hjá sér til þriggja ára aldurs. Þau hefðu ekkert að gera á leikskóla fyrr. Gott og vel. Ég er ekkert fullkomlega ósammála þessari fullyrðingu. En býr Pétur H. Blöndal, alþingismaður Íslendinga, ekki örugglega á Íslandi. Býr hann ekki í sama íslenska raunveruleika og við hin?? Heldur hann að við búum öll við Kaupþingsgróða og séum heima að finna okkur eitthvað skemmtilegt til dundurs þar til börnin okkar verði þriggja ára? Hvað ætli honum fyndist um mig? Með eina þriggja mánaða og ég ætla barasta að skreppa í verklega meinafræði á eftir. Hvurskonar eiginlega meðferð á blessuðu barninu. Hún verður ábyggilega varanlega skemmd og þarf í framtíðinni að leigja með vinum sínum svo félóbæturnar dugi henni út mánuðinn.
Hver kýs svona örvita á þing?