luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 26, 2005

Allur lurkum laminn

kem ég...........lalala. Mér líður eins og vörubifreið, af þeirri tegund sem er að eyðileggja þjóðvegi landsins, hafi keyrt eftir mér endilangri. Ætli ég þurfi Amilín við þessu? Og ég sem ætlaði að vera svo hress í dag til að bæta fjölskyldunni minni upp próflesturinn. Allý hressa. Allý klessa er nær lagi. En ég er með heilar tennur í dag. Það er alltaf gott. Fór til Mumma tannsa í gær og hann gerði við jaxl. Ég var náttúrulega hress með prófið og spurði hvort hann ætlaði ekki að deyfa mig með Lídókain með Oktapressini. Hann sagði sem betur fer jú, því við vitum jú öll hvað gerist þegar þeir gleyma að blanda með oktapressini. Úffff NASTY!! Um að gera að nota tækifærið að vera svona smartass tæfa, því maður gleymir alltaf öllu um leið og maður er búinn í prófum. Smart for a day. Nei ég er að djóka. Auðvitað muna læknar ALLT sem þeir lærðu í læknadeild. Óttist eigi. Jæja þá er lyfjafræðikafla lífs míns lokið og ekki orð um það meir!!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Hehehe

það þarf svo lítið til að gleðja langþreyttan og ósofin:)

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Sjæse....

Meira ruglið þessa innflytjendalög og reglugerðir og krapp í kringum það. Er þetta nauðsynlegt til þess að við þurfum ekki að raða okkur upp á rönd vegna plássleysis hér á Fróni. Nú er það nýjasta að það þarf að auglýsa "stöðuna" bæði hér á Íslandi og einnig á evrópska efnahagssvæðinu. Ja hérna hér. Menn bíða víst í hrönnum út um alla Evrópu eftir atvinnutækifæri sem felur það í sér að fá að búa í risherbergi hjá tveimur læknanemum og fá að gæta barna þeirra. Fyrir laun upp á 5 tölustafi á mánuði. Í HRÖNNUM VÍST!! Eða svo sagði einhver burocratinn.
Ég er með fína konu, sem fær afbragsmeðmæli og fullyrt er að hún sé fullkomin í það að vera með litla krílið mitt, en ef einhver háttvirtur, drykkfeldur, latur Evrópubúi sem ég veit ekkert um, og veit ekkert um hvernig er við börn, vill fá þessa glæsilegu "stöðu" þá ætti ég með réttu að ráða Evrópubúann. Það er bara meira en að segja það að skilja gimsteinana sína eftir hjá einhverjum sem maður veit ekkert um. *hrækj*

mánudagur, ágúst 22, 2005

Húsmæðramótor



Þetta er illa flott maður!!! Rakst á þessa snilld við lyfjafræðilestur. Ekki alveg gagnlaust fag... sei sei nei. Þetta er auglýsing frá 1950 á amfetamíni. Lyf þetta átti að gera frúna á heimilinu káta, granna og duglega. Sjáið bara hvað hún er grönn og glöð að ryksuga. Svo var lyfið bannað. Þannig að nútíma húsmæður, eins og ég sjálf, erum dæmdar til að vera feitar, fúlar og latar. Sem er ekki smart. Stundum er lyfjaeftirlitið til bölvaðra vandræða. Svei attan!!

föstudagur, ágúst 19, 2005

Bloggandinn

Skrítið að bloggandinn hafi ekki komið yfir mig þar sem ég er nú að fara í próf og svona. Það er ekkert að haga sér eins og venjulega. Veðrið búið að vera ömurlegt........sem er gott, og ég hef ekkert fengið yfir mig andann af rugli þegar ég á að vera með hugann við bókina. Sem gæti þýtt að mér þætti lyfjafræði skemmtileg en það er hreint ekki svo.
Sumarið í þeim skilningi er búið. Doddi draumstautur hætti í Óló í dag. Hef ekki töluna á fjölda fólks sem tjáði mér í óspurðum hve yndislegur Þóroddur væri. Kannski að fólk sem man eftir mér í gamla daga sé hálf hissa á því að maðurinn sé með réttu ráði. Hvað veit ég?
Doddi og Ingvar eru farnir suður og ég og Ester förum suður í kvöld. Ég er full tilhlökkunar eins og barn á aðfangadag. Ég get EKKI BEÐIÐ eftir því að komast heim til mín. Stefnan er sett á Todmobile á hafnarbakkanum annað kvöld. Glætan að maður myndi ekki vera þar!!!

Verð að segja sögu af Ingvari sem ég kann ekki almennilega við að setja inn á barnaland, og þó....... hún gæti endað í gullkornunum.
Ingvar fór með frænku sinni í heimsókn til vinar frænkunnar sem er hommi og býr með manni. Þar voru myndir af þeim á veggjunum og frænkan sá að Ingvar var spyrjandi á svip. Honum var sagt að þeir væru skotnir í hvorum öðrum og byggju saman eins og hjón. Ingvar sagði þeim að þeir gætu þá ekki eignast börn og þeir samsinntu því. Þegar Ingvar var búinn að melta þetta í smástund þá sagði hann: "Þetta finnst mér nú dálítið hommalegt."
Þarna er hann að tengja í fyrsta skipti aðstæður við það sem honum hefur verið kennt að sé að vera hommi. Og fólki fannst það bara fyndið, líka hommunum:)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Fyndnisökker

Ég hef alltaf verið sökker fyrir fyndnu fólki. Ég er ófyndna gellan sem á fyndna vini því ég hef alltaf klesst mér á fólk sem kemur mér til að hlæja. Ég á bara erfitt með að komast í gegn um heila kvöldstund með fólki sem er að spjalla á alvarlegu nótunum. Ekki um ALVARLEGA hluti en án alls gamans þó. Í þeim samkomum spring ég oft og kem með kaldhæðnislega fyndni og uppsker augnaráð frá samkomugestum sem einungis langveikir fá.
Þess vegna á ég mér nýtt idol. Idol sem kemur mér til að iða af tilhlökkun og flissa ofan í bringuna. Það er hann Guðmundur Steingrímsson sem er með kvöldþáttinn á sirkus. Mér finnst hann alveg á "held vart þvagi" leveli. Bakþankarnir hans á Fréttablaðinu eru líka alltaf tilhlökkunarefni. Þegar við vorum að æfa fyrir MORFÍS þá voru svona morfísnörd (köllum við þau ekki nörd Hadda??) sem kunnu allar ræður mörg ár aftur í tímann. Þá fékk ég að heyra margar fyndnar tilvitnanir í Guðmund Steingríms áður en ég vissi hver maðurinn var. En nú hefur það sannað sig að maðurinn er einfaldlega fyndinn. Ég vildi óska að hann vildi vera vinur minn. En annars ætti ég ekki að vera að kvarta. Við fengum Kristínu og Björgvin í heimsókn í gærkvöldi og Björgvin sagði mér sögu af saur sem ég hló mig máttlausa af. Áfengisdauði veldur nefnilega skertri stjórn á hringvöðva sem anus nefnist og sætar stelpur eru jafn útsettar fyrir því og aðrir. Hehehehe......

mánudagur, ágúst 15, 2005

Prófaveðrinu

er að bregðast bogalistin. Rok og rigning og leiðindi og bara stutt í próf hjá mér. Humm..... maður spyr sig hvort prófaveðrið sé með eitthvað óvænt tromp uppi í erminni. Eitthvað rosalegt sem ég hef aldrei séð áður??

föstudagur, ágúst 12, 2005

Sumir læra aldrei af reynslunni

Frægt er þegar ritari þessarar síðu æpti upp yfir sig í líffræðitíma hjá Þóri Haralds: "Helvítis tipp-ex penninn sprakk uppi í mér!! Er ég hvít?!"
Í dag sprakk svo neongrænn yfirstrikunarpenni uppi í mér. Ég naga semsagt hluti þegar ég er að hugsa. En hvað um það. Ég er ekkert verri fyrir því.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Nýju börnin mín níu

Lyfjafræði

lyfjafræði lalala. Lyfjafræði lyfjafræði lalala. Lyfjafræði lyfjafræði lalala. Svona gæti maður haldið endalaust áfram. Seiðandi alveg hreint.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Frjálsar

Hann Sigurbjörn sem lýsir flestum frjálsíþróttaviðburðum og er að lýsa HM um þessar mundir, getur alveg gert mig trítilóða úr spenning yfir sleggjuvarpi karla, já og 10000 metra hlaupi. Maður er spenntur í hverjum hring. Þetta kallar maður góðan íþróttaskýringamann.

Hlustunarpípueigandi

Þá er ég orðin stoltur hlustunarpípueigandi. Nú þurfa Kristín og Berglind að passa sig að snúast ekki þegar þær sjá mig með hana. Ég og Gunni Thorarensen (ekki lyf) keyptum okkur saman á rosalega tilboði. 2 fyrir 1 sama massagrip og Doddi lenti næstum í djeilinu fyrir að kaupa. Líf og fjör.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Án titils

Vitur kona sagði eitt sinn við mig að:

1. Ég ætti eftir að verða alkóhólisti. Það sagði hún eftir að hafa horft á mig gúffa í mig nokkrum (mörgum) franskbrauðssneiðum með súkkulaðiáleggi þegar ég var 11 ára.
2. Ég ætti eftir að deyja ung ef ég ekki lærði að slaka á. Þá var ég 16 ára og ALLT Í GANGI.

Nú þegar spá hennar í lið 1 hefur ræst þá langar mig ekkert sérstaklega mikið að láta reyna á lið 2. Það væri verra að komast að því að hún hefði haft rétt fyrir sér. Ég kunni eitt sinn ágætis ráð til að slaka á. (sjá lið 1) Það ráð notaði ég mikið og undir lokin daglega í um 2 ár. En nú hef ég ekki notað það í einhvern tíma en hef ekki fundið nýja leið til að slaka á. Þó hef ég reynt ýmislegt eins og hreyfingu, sund, jóga, hugleiðslu og slökunarspólur ýmiskonar og ekkert virkar. Verstar eru þó slökunarspólurnar, því þegar ég er alveg að slakna eftir þessum leiðbeiningum sem eru gefnar undir panflaututónlist þá þarf ég undantekningarlaust að gubba. Og þá hætti ég.

En nú er ég öll að vilja gerð að deyja ekki ung og því ákvað ég að prófa Höfuðbeina og spjaldhryggjajöfnun sem mér hafði verið bent á að gæti hjálpað mér við þetta. Sem er gott á mig því ég þurfti að láta af hroka mínum. Fátt er betra fyrir fólk eins og mig eins og vera neydd til að láta af hroka sínum. Og þetta var mjög fínt og náði að slaka svona 85% á. Sem er mjög gott fyrir mig. Kannski næ ég meiru næst.

Annars er hroki glataður. Ég hef alltaf verið ofsalega hrokafull og ég er það ennþá. Hrokinn er bara að færast til. Í dag er ég ofsalega hrokafull gagnvart efnishyggju. Til dæmis þegar ég sé fólk á stórum bílum, þá hugsa ég: Ææ aumingja þau að eiga svona innihaldslaust líf að þurfa að reyna fylla það með stórum bíl. Og er aftur á móti farin að snobba fyrir því að fara sem mest fótgangandi eða á hjóli, af því að það er svo andlegt. Já hrokinn hefur margar hliðar. Nú þarf ég að pússa af mér andlegan hroka. Þetta kemur allt á endanum.