luxatio hugans

awakening

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Kolbeinn

Bekkurinn hans Ingvars á bangsa sem heitir Kolbeinn. Kolbeinn fer heim með einhverjum úr bekknum um hverja helgi svo ca. tvisvar á ári kemur hann heim með Ingvari. Meðfylgjandi Kolbeini er dagbók, græn á lit, þar sem barnið og foreldrarnir eiga að skrifa á hverjum degi hvað Kolbeinn er að brasa. Það var afar áhugavert að fylgjast með þróuninni í fyrra, enda rétt að hafa það í huga að í flestum tilfellum er um íslenska foreldra í lífsgæðakapphlaupi að ræða. Með hverri helginni sem leið fór Kolbeinn að gera meira og sjá meira. Um einu og sömu helgina fór Kolbeinn á skíði í Bláfjöllum, í bláa lónið, gekk á Esjuna, fór í leikhús, húsdýragarðinn, sund, og afmæli. Og alltaf jókst geðveikin. Við vorum náttúrulega ekkert skárri og stóðum sjálf okkur að því að vera fara á hina og þessa staði bara vegna þess að Kolbeinn var með í för. Ussssssss. Núna á föstudaginn fór Ingvar í vikufrí í skólanum og hvað vorum við heppinn að Kolbeinn mætti með honum heim. Heil vika. Mér er bjargað með bolludegi, sprengidegi, og öskudegi. Nóg líf og fjör þar. Annars var Doddi alveg með það á hreinu hvað gera skyldi. Hann ætlaði að skrifa suicide note frá Kolbeini í grænu bókina.

Bráðgera dóttir mín
















er farin að framkvæma eðlisfræðitilraunir upp á eigin spýtur. Hún tók ostsneið sem ég hafði rétt henni, klessti henni utan í eldhúsinnréttinguna, og skrækti svo hugfangin af spenningi yfir því að þar sat hún föst, en rann ekki niður eins og búist hefði mátt við þegar maður er 1 og hálfs árs. Nú er hún aðeins betur að sér í eðli og viðnámi hluta. Hvar endar þetta??

Baróstemmari

Hér koma nokkrar ákaflega lýsandi myndir fyrir lífið á Barónstígnum. NOT!! Svona lagað viðgengst hér um bil aldrei. Við erum alltaf ákaflega dugleg að læra og lítum nánast ekki upp úr bók.
Hér tók þó Sverrir Ingi sér einu pásu dagsins og notaði hana til að anda að sér fersku lofti. Á meðan dreypti hann á Tantra drykk, sem hefði getað haft vandræðalegar afleiðingar í buxum sem gefa svona mikið eftir.


Sigurður vinur hans dreypti einnig á Tantradrykk. En hann var í gallabuxum.

Heiðrún tók sér ekki einu sinni pásu til að sýna mér úlfinn sem ýlfrar í hvert sinn sem einhver fær sér köku.

Og þetta er gellan sem leiðbeinir okkur í klámjóga, en það er jú nauðsynlegt til að halda andlegri heilsu. Fyrir þá sem ekki vita hvað klámjóga er: Kommon pípúl!! Hvernig væri að verða svolítið up to date í kláminu??!! Og líkamsrækt. Meira seinna. Nóg eftir af próflestri. Vúhú.......

laugardagur, febrúar 25, 2006

Trompetblogg

Það er ein tegund kvikmyndatónlistar sem fær mig til að vilja skjóta mig í hausinn. Nánar til tekið er um að ræða þemu sem spiluð eru af stökum trompet á afar angurværan hátt. Dálítið bergmál er af einmana trompetleiknum þar til mæta drungalegar fiðlur í A-moll en þær hverfa jafnharðan aftur. Þessi tónlist hreyfir við strengnum í hjartanu sem liggur til einmanaleikans, ónytjungskenndarinnar og vonleysis. Tónlist þessi heyrðist iðulega í einkaspæjaraþáttum á 9. áratugnum. Einkum og sér í lagi þegar klúður með kvenmann átti í hlut. Það fer eitthvað lítið fyrir einkaspæjaraþáttum nú á dögum. Þarf fólk ekki lengur að ráða sér einkaspæjara?
Ef fólk vill tóndæmi af djöflatónlist þessari, er mér efst í huga að Primal Fear með Richard Gere, endaði með slíku þema í gærkvöldi. Richard stendur aleinn úti á götu, nýbúinn að frelsa geðsjúka fjöldamorðingjann og ekki einn bíll er sjáanlegur. Óhugnalegur kokkteill hins sjónræna og hljóðræna. Ekki fyrir viðkvæma.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Mörlandinn

getur verið alveg ótrúlegt mör. Ég heyrði fólk fárast yfir því í útvarpinu í dag að Silvía Nótt yrði að gæta sín á því að haga sér sómasamlegar nú þegar hún væri orðin fyrirmynd ungra stúlkna!!Mikið djöfull getur fólk verið fjandi heimskt. Ég get ekki ímyndað mér það að þegar Ágústa og Gaukur fóru á stað að skapa persónu sem væri hégómagjörn, sjálfhverf, illkvittin og heimsk að sú persóna ætti að vera fyrirmynd ungra stúlkna. Í mínum huga endurspeglar persónan mannveru sem er andstæða alls þess góða í fari mannsins.
Og nú á hún allt í einu að gæta að sér því hún er orðin fyrirmynd? Notið tækifærið pípúl. Silvía Nótt er fyrirmynd þess sem ekki á að gera. Allavega er Ingvar alveg með það á hreinu að Silvía Nótt er montrass og það vill enginn leika við montrass. Ingvar er greinilega greindari en fólk sem tekur upp símann til að hringja í útvarpið.

Hve lengi í dái??

Hehe kaldhæðnisleg fyrirsögn undir mynd af Ariel Sharon lítandi á klukkuna eins og honum leiðist.

Ég elska

listhlaup á skautum. Ísdansinn finnst mér vel slarkfær en ekki nálægt því jafn dásamlegur og listhlaupið. Annars eru þessir ólympíuleikar á óheppilegum tíma fyrir mig. Ég er í prófum. En það er enginn að taka tillit til þess.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Kallið mig bara tepru

en mér finnst það algjörlega smekklaust að þingkonur þessa lands fari að flytja atriði úr Píkusögum. Reyndar þykja mér þessar Píkusögur viðbjóður útaf fyrir sig, en það er efni í heila aðra færslu. Þrátt fyrir að þetta sé lítið land og allir ofsalega hressir í kósí stemningu eru þá engin takmörk fyrir því, hvað hægt er að fá þingmenn til að gera? Ég er engin almannatengslafulltrúi en ég get hugsað upp milljón aðrar leiðir, smekklegar leiðir, fyrir þingkonur til að leggja V-dagssamtökunum lið.

Jæja

hér kemur þá útgáfa Huldu vinkonu minnar af kaffihúsaferðinni neyðarlegu. Þetta voru ákveðin vonbrigði enda stóð ég í þeirri meiningu að hún hefði ekki verið drukkin þennan föstudaginn. Og ég ætla bara að biðja lesendur þessarar síðu að íhuga það alvarlega hvort ég hafi einhvern tímann gerst sek um helbera lygi á opinberum vettvangi??

sunnudagur, febrúar 19, 2006

CH4

Annað slagið gýs upp metangas lykt. Ég er ein heima og ég ber eigi ábyrgð á lyktinni. Dularfullt í meira lagi. Lærdómsflóttafærsla?? Jafnvel.

Helgarblogg

*Kaffihúsaferðin neyðarlega/krúttlega á fös.
*Matarboð hjá Pétri sem er með skemmtilegri mönnum á föstudagskvöldið. Rauðhærðir töpuðu í einvíginu við fallega fólkið af guðs náð/ skv. vestrænum stöðlum.
*70 manna barnaafmæli hjá Hr. og Frú Kort á laugardeginum. Ok þau höfðu góða afsökun fyrir herlegheitunum. Annars hefði verið kallað á geðkonsult.
*Júróvisjón á laugardagskvöldinu. Öll lögin voru betri í live flutningi en ég hafði átt von á. Geðveikt að sjá Silvíu taka við verðlaununum. Hvað er gellan spontant fyndin?? Við Magga tókum dýfur til að lenda ekki inni á linsunum sem voru á Frosta þegar úrslitin voru tilkynnt.
*Þrítugsafmæli hjá hressri konu sem kennd er við bata að júróvisjón loknu. Þar var sæt sæt stúlka sem ætlar að verða svilkona mín. Ég meina hversu margir fara á annað deit eftir blint deit?? Ég geri engar óraunhæfar kröfur til fólks.
*Sunnudagurinn. Konudagurinn. Fékk afar fallegt, frumsamið og myndskreytt ljóð frá syni mínum í tilefni dagsins. Ég klökknaði bara þegar ég las það. Það er sagt að konur eigi að velja sér mannsefni út frá því hvernig þeir koma fram við mæður sínar. Ingvar lofar góðu þar. Mamma á afmæli í dag. Hálf níræð er konan sú. Til hammara með ammara mammara.
*Sunnudagur frh. Alltof stutt í próf. Barónstígur *hrollur*
*Walk the line í kvöld.

Nonni og Manni

Hulda vinkona mín á það til að gera neyðarlega hluti. En ég er umburðarlynd kona. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á síðustu þremur árum, þá er það aukið umburðarlyndi. Þess vegna dæmdi ég hana ekki þegar hún tók mynd af Nonna og Manna á kaffihúsi síðasta föstudag. Mér fannst það bara pínu krúttlegt.
Sagan er sú að við Auja og Hulda sátum á kaffihúsi á föstudaginn þegar þeir koma þangað saman, þeir Garðar og Einar. Hulda fékk næstum flog þegar hún þekkti æskuástirnar sínar. Ég var aðeins meira kúl en þekkti þó piltana. En Auja sem var í dópinu 11 ára og sá aldrei Nonna og Manna þættina, hélt að við værum að rugla þeim saman við Björn Thors og Rúnar Frey, og benti okkur patronizing á það að þetta væru ekki Hommi og Nammi. Auja er frekar steikt. Nema hvað að þeir settust á næsta borð við okkur og Hulda tók upp símann sinn, frekar flottan myndavélasími og þóttist, með frekar lélegum leikþætti þar sem hún bað Auju að brosa, vera að taka mynd af Auju. En var í raun að taka mynd af Nonna og Manna á næsta borði. Þeir eru orðnir fullorðnir menn en fá þrátt fyrir það ekki frið fyrir ágangi ungpía.
Samt voða sætt allt saman.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Doddablogg

Doddi kom heim í gærkvöldi og bloggaði þessa færslu. Gjössovel.

Ég fékk sönnun þess í kvöld að framliðnir eru að nýta sér útvarpsþáttinn ????????????? á Bylgjunni til að koma mjög þörfum skilaboðum að handan áleiðis til fólks sem hangir á símalínunni á meðan. Allt fyrir milligöngu hins færa miðils, Þórhalls.
Samtalið milli miðilsins og innhringjandans sem að er á að giska kona yfir sjötugu út frá röddina að dæma, var eitthvað á þessa leið:
Miðillinn; “Mér finnst eins og ég þurfi eitthvað að tengja við einhvern brjóstverk hjá þér.”(50% kvenna yfir sjötugu hafa fundið fyrir brjóstverk)
Konan; “Nei, ég hef ekki fundið fyrir því.”
Miðillinn; “Sko ekki endilega beint frá hjartanu heldur meira svona annað hvort aðeins hægri megin eða vinstra megin við hjartað.” (ok bætum við einkennum um bakflæði og stoðkerfisverki í brjóstkassa, það getur dekkað allt að 70% kvenna eldri en 70 ára).
Konan; “Nei, ég hef nú aldrei verið með neina verki í brjóstkassanum.”
Miðillinn; “Nei ég er að tengja meira við blóðþrýstinginn í þessu samhengi, ertu með of háan blóðþrýsting?”
Konan; “Nei”
Miðillinn; “En of lágan?” (Jæja, kona yfir sjötugu sem hefur aldrei fundið fyrir neinum brjóstverk, stoðkerfisverk eða blóðþrýstingsvandamálum, hún fyrirfinnst varla)
Konan; “Nei.”
Miðillinn; “En æðahnúta?” (ok, það er algengt vandamál hjá konum á mjög breiðu aldursskeiði, þ.e. ef röddin er að blekkja)
Konan; “Nei”.
Miðillinn; “Einhverja smá æðahnúta. Kannski einn á fótleggnum einhversstaðar?”
Konan; “Nei ég hef aldrei tekið eftir því”
Miðillinn; “Ég er ekki að tala um bara neðst á fótleggjunum, heldur er að tengja meira svona upp eftir fótleggnum. Alveg upp í nára!”
Konan; “Nei, ég hef aldrei fengið æðahnúta”. (segir konan varfærnislega, alveg að fara að guggna og játa eitthvað af þessum sjúkdómseinkennum)
Miðillinn; “Sko, ég er að fá hérna mjög skýr skilaboð. Er einhver sem þú þekkir með æðahnúta?” (Búmm klassiker!!!!!!!! Hver þekkir ekki EINHVERN með hjarta-, æða-, blóðþrýstingsvandamál eða æðahnúta????)
Konan; “Já það getur verið að systir mín hafi einhvern tímann verið með æðahnúta”
Miðillinn; “Takk fyrir, takk.” (smá þögn) “Segðu systur þinni að þetta með æðahnútana muni allt fara vel”. (Systurinni ætti að létta mjög vegna allra þeirra sem eru að falla fyrir hendi æðahnúta nú á dögum)
Konan; “Já”
Miðillinn; “Já, akkurat, takk fyrir, takk” “Ertu sátt við mig?”
Konan; “Já.”

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Veikindablogg

Ester Helga er búin að vera fáránlega veik um helgina. Barn sem aldrei nokkurn tíma er kyrrt í eina sekúndu er búin að sitja í fanginu á okkur alla helgina á milli þess sem hún ælir og skítur út fyrir bleyjuna. Doddi fór í apótek áðan að kaupa Semper sem endurnýjar saltbirgðir líkamans eftir svona átök. Þar sem ég sá fram á kvöld í sófanum með barn í fanginu bað ég hann að koma við á videoleigu. Ég taldi upp einhverjar myndir sem mig langaði að sjá. Þar á meðal var Pride and prejudice.
Doddi hringir svo og segist ekki sjá neitt af þessu nema Bride and prejudice og er fremur pirraður að heyra. Doddi hefur nú aldrei verið neitt sérlega sleipur í enskum framburði svo ég lét linmælgina sem vind um eyru þjóta. "Viltu sjá hana??" spurði hann. "Þar sem Bollywood mætir Hollywood??" Ég játti því bara enda var Pride and prejudice alls staðar að fá frábæra dóma og hvað veit maður til hvaða líkinga þessir gagnrýnendur grípa? Kannski var þetta Bollywoodleg mynd? Mig varðaði lítið um það með ælandi barn á handleggnum og vildi losna úr símanum. En hann Doddi minn, sem hefur greinilega ekkert mikið verið að lesa Jane Austin kom bókstaflega heim með Bride and prejudice. Hehe það hvarflar ekki að mér að horfa á þessa mynd. Ég ætla að horfa á listhlaup á skautum. Ég skil ekkert í Dodda að hafa ekki reynt að hafa vit fyrir mér. Hann er brjálaður. Eftir afar niðurlægjandi aðstæður að leigja þessa mynd finnst honum lágmark að ég horfi á hana. Right.

Blóðmjólka kúna

Einhverra hluta vegna dettur mér það í hug þegar ég sé Bambi 2 auglýsta.

laugardagur, febrúar 11, 2006

Idolkrísa

Ussss það munaði engu að illa færi í gærkvöldi. Ég var svo staðráðin í að koma þessari aumingjans Tinnu heim, (hennar vegna) að ég setti allt mitt í þann sem ég var viss um að yrði næstsíðastur. Ég svitnaði þegar ég sá Nönu á sviðinu og var viss um að ég hefði klúðrað þessu. Því mín atkvæði eru náttúrulega alveg ótrúlega mikilvæg. Jæja það reddaðist í þetta sinn. En shit maður!!
Dobbel ammili og læti í kvöld. Fékk ímeil um samkvæmisleikina sem leika á í kvöld. Er því búin að nota alla síðustu viku í að massa þetta. Sigur eða dauði er mitt mottó. Að vera bara með er fyrir aumingja. Mér er alveg sama þó annað afmælisbarnið hafi lent í öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólana. Ég ætla að rústa þessu Sing Star dæmi!!

föstudagur, febrúar 10, 2006

Úrillska

Ég er úrill. Önug. Með ólund. Ég sé andlitið á mér ekki speglast á tölvuskjánum en ég er samt viss um að það er fýlusvipur á mér. Það hefur enginn gert mér neitt og ég get ekki gert neinn ábyrgan fyrir geðvonskunni. Það eykur á vansældina að hafa engan blóraböggul. Oft skrifa ég mínar bestu bloggfærslur þegar ég er gröm. Fyrir því er einföld ástæða. Þegar ég er gröm þá er ég föst í hausnum á mér. Í hausnum verða færslurnar til. En nú er ég fúl og það kemur engin snilldarfærsla. Svei.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ritstífla

Síðustu 3 færslur hafa beint eða óbeint snúist um Silvíu Nótt.
Ég er ekki neitt voðalega frjó þessa dagana.
Nei.

Silvíu hróður

Ég og Ingvar vorum að horfa á lagið hennar Silvíu Nóttar inni á ruv.is. Lydia var eitthvað að brasast inni í stofu og þegar hún sá lagið í tölvunni brosti hún sínu breiðasta og spurði: "Is this Silvía?"
Ég er viss um að Lydia veit ekki hver forseti landsins er en hey..........

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Til hamingju Ísland

Er etta ekki soldið augljóst?

laugardagur, febrúar 04, 2006

Spurning um rannsókn?

Ég stend í því þessa dagana að sækja um styrki til þess að kalla fólk í rannsóknir á vélindabakflæði. Kannski er ekki of seint að breyta aðeins umsókninni og fá styrk til að rannsaka tónheyrn og vitsmuni fólksins sem völdu lögin sem komust í undankeppni júrovisjón. Það yrði ekki minna áhugaverð rannsókn.

Nýja málverkið mitt


sem ég keypti á listaverkauppboði MND félagsins. Fékk þetta dásamlega málverk á fáránlega lítinn pening og styrkti auk þess gott málefni. Ég hef aldrei farið á svona listaverkauppboð áður og fannst þetta sjúklega spennandi. Samt vorum við ekkert að skella okkur í stóru slagina eins og Tolla, Daða Guðbjörns, Pétur Gaut og þá kalla. Doddi heyrði fólk sem labbaði framhjá málverkinu okkar á leiðinni út, segja að það sæi eftir því að hafa ekki boðið í þetta verk. Það skil ég vel. Mér fannst þetta eitt fallegasta málverkið þarna. Og svo það sem mestu máli skiptir er að MND félagið er nokkrum milljónum ríkara og er það vel.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Journalblogg

Í vor þegar ég var að vinna rannsóknarverkefnið mitt hafði ég engar forsendur til þess að hæðast að journölunum sem ég las daginn út og inn. Nú er ég aftur byrjuð að vinna í rannsóknarverkefninu og í þetta skipti með ágætis forsendur til að vera yfirlætisfull gagnvart sjúkraskrárritaranum. Nú flissa ég illkvittnislega annað slagið og dæsi: "Hver tók eiginlega þennan journal?" svo kíki ég á undirskriftina og hnussa. Það er munur að vera reyndur í bransanum.

Koma kallinum út

Ég ákvað að leika Cubid um daginn. Kom Baldri á blind date með afar sætri kunningjakonu minni. Ég var búin að tala um þetta við þau bæði í hálfkæringi fyrir einhverjum mánuðum en svo æxlaðist það þannig í fyrradag að málið kom upp aftur. Skrifaði ég því sms sem var svohljóðandi: "Ég er búin að redda þér blind date með hot leiklistarnemanum. Þú átt bara að hringja í hana." Svo ýtti ég automatiskt á send. 1 mín síðar fékk ég sms frá Dodda: "Flott, getur þú verið heima með Ester og Ingvar á meðan ég er á blind date með hot leiklistarnemanum?" Baldur-Doddi, Doddi-Baldur. Er einhver grundvallarmunur?