luxatio hugans

awakening

laugardagur, ágúst 26, 2006

Enn af Kroatiu

Mer er ekki jafn heitt i hamsi ut i kroatana og i gaer. Tetta eru agaetis skinn sjalfsagt......... jaja. Snidugt moment samt a einum pissastad i baenum tar sem vid fengum risaskammta, gatum ekki klarad og vildum taka afganginn med heim. Doddi kallar i tjoninn og spyr hvort vid megum ekki taka afganginn med okkur heim. Tjoninn var hinn almennilegasti. Yes of course!! Why not?!! Svo hlo hann gladur og vid hlogum med honum, lika glod. Svo for tjoninn fra bordinu og vid bidum roleg. Svo saum vid gaurinn sinna sinni vinnu og allt i einu attudum vid okkur a tvi ad hann aetladi ekki ad na i kassa utan um pissuna. Honum fannst gjorsamlega ut i hott ad vid vaerum ad bidja um leyfi ad fa ad taka pissuna med okkur, en ad odru leyti var tad ekki hans mal;)
En ad odru. Vid tokum eftir tvi i gaer ad tad var verid ad setja upp fullt af nyjum solubasum nidri vid hofn og svid sem a stod Porec 2006. Eg spurdi einn baejarbua hvad vaeri a seydi og hann sagdi mer ad tad vaeri ad hefjast Festival i Porec. Eg fyllist gaska og spurdi hvort tad vaeri nokkud Fish Festival!! Gaurnum fannst eg skritin. Doddi er ad verda buin med Flugdrekahlauparann. Hann er ekkert buinn ad grenja samt. Eg giftist manni med steinhjarta! Eg skil ekki hvernig er haegt ad grenja ekki. Annars er eg glod i Porec:)

föstudagur, ágúst 25, 2006

KROATIA

er rosa fin en tad eru kroatar ekki hins vegar in general. Porec er otrulega fallegur baer, eldgamall med sjuklegum byggingum. Myndir seinna. Eg og krakkarnir erum ad verda heltonud en Doddi....... ja hann mjakast i attina. Ingvar er reyndar eins og negri. Rosalegur. Eg er buin ad klara flugdrekahlauparann i solbadi og jesus hvad eg gret mikid. Ekki fyndid. Og Doddi kallinn er langt komin med bokina lika. Undur og stormerki gerast enn. Erum ad fara ad keyra um Istria skagann a eftir. Lif og fjor.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Gat skeð

Týpiskt að það bresti á með blíðu á þessu guðsvolaða skeri loksins þegar ég ætla að drulla mér af því. Ég er ekki farin þó B. standi í þeirri trú. Ég fer í nótt. Framkvæmdi mína síðustu krufningu í sumar, í morgun. Það var reglulega gaman að kveðja með stæl. B. ætlar að halda eitthvað kveðjupartý, mér til heiðurs, um helgina. Verst ég verð ekki í því.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Fótboltaliðið

















FC GoLytely

Fiskigleðin

Mjög skemmtileg helgi að baki. Skemmtilega helgin byrjaði eiginlega í matsalnum á Lansanum á fimmtudeginum þegar ég var að segja skiptinemunum sem voru á norðurleið yfir helgina að þá yrðu þeir eiginlega að koma við á Delvik, which is wery close from Akureyri. There is að great festival there, this weekend.
Skiptinemarnir urðu glaðir: Ahhh Festival. What kind of Festival?
Aðalheiður fiskiprangari: Uhhhhhh The Great FISH Festival.
Og þegar ég heyrði sjálfa mig segja: The great fish festival þá fór ég að hlæja og aumingja skiptinemarnir héldu að ég sé illkvittin sál sem beini útlendingum á falskar útihátíðir mér til skemmtunar. Allavega, ég veit ekki hvort þeir komu, enda voru 30.000 manns þarna og ekki víst að ég hefði séð þau hvort sem er.
Komið var við í Hörgá á leiðinni norður þar sem Doddi fór í Simms vöðlurnar og veiddi ekki neitt í þeim. Það gerðu Þórir og Snorri ekki heldur, svo vöðlunum verður ekki um kennt. Reyndar fékk ég stærsta fiskinn en það sá enginn nema Þórir og sú saga verður ekki sögð hér.
Fiskisúpukvöldið á föstudeginum var æði. Rölt hús úr húsi og borðaðar ýmsar fiskisúpur. Seríur í görðunum, sums staðar lifandi tónlist og allsstaðar góð stemning. Sátum í læknabústaðnum hans Snorra til 3 um nótt. Ef maður hefur langanir til þess að lenda í lífshættulegum aðstæðum í partýjum, svo sem fá cardiac arrest eða annað gott stöff, þá var þetta rétta partýið til þess. 12 læknar eða verðandi læknar. Þeir sem ekki voru læknar í þessu partý eru búnir að heyra svo mikið um nýju protocolana í endurlífgun að Beisi gæti framkvæmt hana blindandi. Löggan tók mig á bílnum um nóttina og lét mig blása. Ég fílaði það og sendi sponsornum sms: Löggan lét mig blása og ég fílaði það:)
Laugardagurinn. Maður fólksins lét sjá sig um daginn en var á vakt um kvöldið. Brunch um morguninn, fiskifjör um daginn, fótboltamót þar sem GoLightly (Huh! það er víst skrifað Golytely) fór á kostum og snilldar matarboð hjá Þóri og Huldu um kvöldið í nýju glæsivillunni. Keppt var í KUBB um nóttina, 8 stelpur á móti 7 strákum, og á tímabili vissi ég ekki hvernig í andskotanum ég gat hafa gifst Þóroddi, þeim auma svindlara og almennum KUBB lúða. Laganna verðir mættu, aftur, og báðu okkur um að hafa lægra í þessum leik. HUH!! Réttast hefði verið að strákarnir hefðu verið handteknir fyrir svindl en það fór ekki svo.
Farið í pottinn og þar var ég til 5 um nóttina. Ég held að ég hafi ekki komið heim úr partý klukkan 5 í fjögur ár. En þetta var sturlað gaman. Líf og fjör á Great Fish Festival.
P.s að loknum fundi. Ég tók eiginlega engar myndir. Ólöf, viltu senda mér þínar? ALLAR, líka þessar af þér!

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Kortararnir í USA

eru farnir að blogga. Þrátt fyrir að mér lítist gríðarlega vel á það, þá get ég ekki annað en hugsað til þess, hve oft (sjaldan) barnalandssíðan hans Björns var uppfærð. En ég gef gellunni séns og linka á hana.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Fer Gísli Marteinn ekki á McDonalds?

Við fórum í Ísbúðina í Skeifunni, gegnt McDonalds, áðan. Þá sáum við Máv opna rusladall, really, og ná sér í bréfpoka úr rusladallinum. Þá þegar mættu nokkrir félagar mávsins duglega og hressa og fylgdust spenntir með framvindunni. Það gerðum við Doddi líka. Þá tók mávurinn í réttan enda bréfpokans, botninn, með gogginum og sturtaði úr pokanum. Þá fyrst mætti liðið í partý og það fylltist allt mávum sem réðust á þessar franskar og hamborgaraleifar sem hrundu úr pokanum. Örugglega 40 stykki af mávum þegar mest var. Greinilega ekki verið skotið á þá við McDonalds því þeir virtust ekki vitund smeikir. Það verður að viðurkennast að það var pínu gaman að sjá þennan útsjónarsama Máv athafna sig, en þetta var viðbjóðslega sóðalegt. Svo það er tvennt í stöðunni. Annað hvort að plaffa mávana eða opna Máva-musement park. Hvort ætli sé meira atvinnuskapandi?

Er allt að verða vitlaust hjá anatomistum?

Breytti síðustu færslu sem allt átti að bæta í lífi mínu. Ástandið versnaði um allan helming. Sjáum hvað þetta gerir.....

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Nó ópen

Ingvar vill, einhverra hluta vegna, ekki hafa opna glugga í herberginu sínu. Þótti honum sú filippeyska full opnunarglöð og því límdi hann gula post it miða í gluggana sem á stóð: "Ekki opna gluggana" Eitthvað hefur honum þótt skilaboðin fara fyrir ofan garð og neðan því núna er búið að skipta gömlu miðunum út fyrir nýja sem á stendur: "Nó ópen"

Djöfulsins F***rphilia

Ég breytti færslu frá 29. mars sem er ákaflega skemmtilegur sérfræðingadjókur. Allavega finnst K. og B. þetta sjúklega fyndinn brandari sem þær segja í öllum staffapartýjum. Í færslunni var ég með link á mynd af F***r fyrir þá fáu lesendur sem ekki vissu hvað F***r var. Undanfarið hafa svo verið skrilljón heimsóknir á síðuna mína, aðallega frá Suður Ameríku, þar sem einhverjir, áhugasamir læknanemar eflaust, hafa googlað F***r og fengið síðuna mína. Þetta var að gera mig brjálaða. Ég er æðislega spennt yfir gríðarlegum fjölda heimsókna á síðuna, en þá er það alltaf þetta æsta F***rlið. En fjári eru margir sem hafa áhuga á að finna myndir af F***r, merkilegt alveg hreint. Ætli það sé próftíð í Suður Ameríku?
En ég er að fara til Norður Ameríku. Við Doddi erum búin að kaupa ferð 16. nóv til Auju og Gísla. Eins og alþjóð veit á ég afmæli 17. nóv og þá verður nú ekki verra að vera stödd hjá Auðbjörgu, lystakokk og bakara með meiru. Eða allavega getur hún keypt handa mér T-bone og Betty Crocker. Vonandi.......
Króatía eftir nokkra daga, States í nóv, og svo erum við farin að fantasera um skíðaferð um jólin. Doddi ætlar nefnilega í VASALOPPET (bara lúðar vita hvað er........) í febrúar og þarf fjandakornið að komast eitthvað á skíði áður. Ég ætla að virkja þá þörf mér í hag, og komast til Austurríkis um jólin. Ekki slæmt.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Ókyntröll

Viðbjóðsmyndin Dís er á Bíórásinni. Ég held svei mér að Gunnar Hansson sé meira ósannfærandi kyntröll en sjálfur Woody Allen í sínum myndum. Ég sver það.

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Brúðkaupsferð

Miðarnir til Króatíu komu í dag í póstinum. Nú fyrst er þetta orðið raunverulegt að við erum að fara. Verðum í litlum bæ sem heitir Poréc á Istria skaganum. Þetta getur bara ekki klikkað. Svo reyndum við að bóka ferðina til Minneapolis í gærkvöldi en bókunin strandaði á vegabréfakóða einhverjum sem þarf að gefa upp. Málið er að við erum að bíða eftir nýju vegabréfunum, eigum að fá þau í vikunni, þá ætti að vera hægt að gera þetta, fjandakornið. Við erum hætt við að hafa millidvöl í NY en fljúgum beint til Minneapolis. Þessi skemmtilegi Minneapolis fróðleikur er skrifaður fyrir Auju í USA sem er aldrei á MSN þegar ég er þar;)