Det var dejligt í Danmark
Jæja þá erum við komin heim frá Kongens København. Það var myljandi fjör alveg. Við hittum frændfólk Þóroddar sem er einstakt fólk. Þrjú systkini sem eiga íslenska mömmu og færeyskan pabba og eru búsett í Kaupmannahöfn í námi. Þvílíkt öðlingsfólk, sem er svo vel af guði gert, að mann skortir orð til að lýsa því. Síðasta kvöldið sem við vorum þarna úti, var Flóvin frændi upptekin með félaga sínum Össuri Skarphéðins. Hér er það sem Össur hefur um Flóvin að segja og segir mér svo hugur að fleirum en mér finnist mikið til þessa fólks koma:)

<< Home