luxatio hugans

awakening

föstudagur, mars 14, 2003

Ég fór í það verkefni fyrir nokkrum dögum að koma mat ofan í minnsta anorexiusjúkling landsins sem er karlmaður í þokkabót. Hvað er að gerast með þá? Allavega hann er fjagra mánaða og nennir ekki að éta. Nú nema hvað ég ætlaði að redda málunum, bæði sem læknanemi (ég hefði átt að vera búin að mennta mig meira) og sem reyndari móðir. Nú það fór þannig að ég var eins og Jacksoninn, hristandi barnið með pelann upp í sér og það vantaði ekkert nema slæðuna yfir hausinn á krakkanum. En það fór ekkert oní krakkann. Og þá voru mínar ráðleggingar til örmagna móður að hýða bara krakkann í hvert skipti sem hann vill ekki éta. En sem betur fer fyrir Valdimar Daða, þá eru hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðinni sem kunna þetta betur og þær vildu ekki hýða barnið heldur kenna móður hans að gefa honum að borða. Nú svo það var ein þrautreynd og til í slaginn send á vettvang til að bjarga barninu frá móður þess. Jæja jæja æ æ æ. Hún með alla sína menntun og kunnáttu gat ekki gefið honum að borða og fór með hengdan haus. En við mamma hans við hlógum mikið. Ekki vegna þess hvernig ástandið er, sem er hreint ekki fyndið, heldur vegna þess að nú geta þessar fínu konur tekið niður yfirlætissvipinn og hrokann þegar barnið kemur næst í vigtun. OG ÞAÐ ER FYNDIÐ!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home