Ég HATA keðjubréf sem ég fæ á netinu. Keðjubréf sem hafa subject: "Plís ekki eyða, ÞETTA ER ALVÖRU!!!!" eða "Ef þú ert með hjarta þá eyðiru ekki þessu bréfi"
Okei, hver er punkturinn? Ég verð að senda milljón manns bréfið ef ég á ekki að verða fyrir einhverri hræðilegri ógæfu. Ég hef stundum hugsað; Hvernig vini á ég eiginlega? Sem senda mér bréf sem getur valdið mér hræðilegri ógæfu ef ég sendi það ekki áfram. Eða bréfin um vináttu sem maður fær frá vinum og á að senda vinum, þar með talið þeim sem bréfið kom frá........TIL AÐ SANNA VINÁTTUNA. Kræst.
Eða, ómægod, bréfin þar sem maður á að fá pening eftir fjölda þeirra sem fá bréfið frá mér, eða bréfin þar sem er verið að tékka á því hvort að hotmail adressan mín er virk. Eða hugleiðingin um veika drenginn sem missti mömmu sína, ef þú ert með hjarta með sendiru þetta bréf til 20 manns. Why? Hvað breytist?
Ég gæti haldið endalaust áfram. Ef þeir sem eru með mig á póstlista og senda mér þessi bréf, eru að lesa, viljið þá hundskast til að taka þetta til ykkar og taka mig af þessum listum, ég vil ekki fá þessi bréf.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home