luxatio hugans

awakening

sunnudagur, júní 11, 2006

Janis Joplin


Ég sá heimildarmynd um Janis Joplin í gærkvöldi. Það sem kom mér á óvart var að hún var ekki jafn gömul, jafn feit og jafn ljót og ég var búin að ímynda mér hana í huganum. Allt byggt á einhverju plötualbúmi sem ég sá einhvern tíman. Þetta var mjög áhugaverð heimildarmynd sem dró upp mjög áhugaverða mynd af áhugaverðri konu sem dó langt fyrir aldur fram. Hún var yngri en ég er í dag þegar hún dó. Og ég sem hélt alltaf að þetta hefði verið kelling á milli fimmtugs og sextugs. Af hverju hefur enginn leiðrétt þessa vitleysu fyrr? Humm nú er ég obsessed af Janis Joplin og er að sörfa á google til að finna allt sem ég get um hana. Leiter.