Í gær fór ég í gallabuxnaleiðangur, sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að verð á gallabuxum er HNEISA. Ég finn nú samt einhverjar gallabuxur, tel mér trú um að ég geti ekki lifað án þeirra, og renni kortinu. Fer heim alsæl með buxurnar og hnút í maganum. Þennan hnút sem kemur alltaf þegar ég þarf að segja Dodda mínum hvað nýju buxurnar (og bolurinn sem þarf alltaf að fylgja með) kostuðu. OG hvers vegna ég gat ekki lifað án þeirra. Doddi minn var mjög hress í þetta skiptið og því ætlaði ég galvösk í buxurnar. Nema hvað að helvítis þjófavarnamerkið er í buxunum. Ég dreg fram testosteronkassann (verkfærakassann) og ætlaði að reyna að ná þessu af sjálf, en ákvað samt að hringja í búðina til öryggis til að skemma ekki buxurnar. Nei, nei. Ekki séns, verð að koma með buxurnar. Þarf því að fara aftur upp í Kringlu, sem ég HATA, allt til að komast í buxurnar mínar. Skemmtilegir snúningar það. En ég er svakaleg pæja í buxunum, þetta er ekki hlutdrægni, bara kalt mat.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home