Djöfulsins veður!!!!!
Nei, nei maður lætur ekki veðrið aftra sér í lífsgleðinni. Ég er búin að panta miða á Dýrin í Hálsaskógi, fékk miða á fremsta bekk og fer þangað galsvösk 21. september. Ég, Barbara og Bubbi erum að fara með krakkana okkar. Sem er frekar súrrelaískt en skemmtilegt. Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem ég þekkti hvorki haus né sporð á fyrir 9 mánuðum sem eru orðin mikilvægur hluti af mínu lífi. Þessu hefði maður ekki trúað....og þetta verður bara meira og meira gaman.
Nú er aðaláhyggjuefnið, hvernig á einhver annar en Bessi Bjarna að geta verið Mikki refur??? Eða einhver annar en Árni Tryggva Lilli klifurmús? Ég verð að halda væntingunum niðri til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Engin smá pressa á leikurunum. Fullur salur af foreldrum sem ólst upp við spóluna með DÍH, og kann hverja stunu og urr í Mikka ref. Ekki öfundsvert hlutskipti. Ég fór í fyrra á Karíus og Baktus með Ingvar, og kom út, gráti nær. Þvílík afskræming. Þvílík Nostalgía.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home