luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 01, 2003

Dararí Darará, Það er aldeilis búið að vera líf og fjör. Um síðustu helgi fór ég norður, náði þar að komast í tælenskt 1. árs afmæli og skírn.
Byrjum á tælenska 1. árs afmælinu. Þar var á ferð bróðursonur Ragnars Veigars, Ragga í Pennanum. Ragnar bauð mér í það afmæli, og þar sem tengslin eru ekki augljós þá geri ég ráð fyrir að hann hafi gert það vegna sameiginlegrar ástríðu okkar fyrir tælenskum mat. Þarna var sko tælenskt hlaðborð af bestu gerð, NEMA súpan með kjúklingafótunum. Oj, klærnar urðu útblásnar og viðbjóðslegar af því að liggja í soðinu. Mér varð meira flökurt við þetta en þegar ég þreifaði á fyrsta blöðruhálskirtlinum, sem sagt, fór inn í endaþarminn á 64 ára gömlum manni. Ég tek það framyfir, ANY DAY.
Nú og svo er það skírnin þar sem Hreiðar Nói fékk nafnið sitt. Þar varð ég fyrir þeirri sérkennilegu reynslu að vera tuktuð til, af gamalli konu sem var að reyna að taka mynd af barninu, ég fór víst með hendina fyrir þegar ég þurrkaði æluna úr andlitinu á barninu........... Sérstakt.
Í þessari viku er ég búin að vera að mála á steina fyrir brúðkaupið hennar Auju, ég er hæfileikaríkari en ég held, og svo vorum við náttúrulega að undirbúa gæsapartíið hennar sem við héldum í gær. Það var ótrúlega skemmtilegt, en það sem óneitanlega stendur upp úr er atferli Auðbjargar, þegar Geir Ólafs var að syngja ástarsöngva til hennar. Henni leið svo illa, líkamlega og andlega, að það var hrein unun að fylgjast með vandræðaganginum í henni. Ef ég skyldi einhvern tíma sannfæra Þórodd um að giftast mér þá frábið ég mér slíka skemmtun.
Talandi um Þórodd, þá er ég bara að bíða eftir því að hann komi heim. Sem ég vona að verði fljótlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home