luxatio hugans

awakening

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Nú er Ingvar búinn að tala um það mjög lengi, að hann verði að eignast hund. Eftir Danmerkurferðina er hann enn verri, þ.e. eftir að hafa tekið ástfóstri við Heru, hinn ágæta og mjög svo slefandi hund, Beggu og Benna. Ég er búinn að segja honum að við megum ekki vera með hund í blokkinni svo að nú bíður hann í ofvæni eftir því að við flytjum í einbýlishús, sem er alveg á næstunni. Ingvar virkar örugglega mjög materialiskur á fólk sem hann hittir þessa dagana, going on and on með einbýlishúsið sem við erum að flytja í, það er víst í Kópavogi.......
Nú svo er það næsta mál á dagskrá, það er að safna sér fyrir hundi. Allir peningar sem fara í baukinn eru fyrir hundinum, NEMA HVAÐ að í dag spurði hann mig, hvað maður færi í langt fangelsi ef maður stæli hvolpi. Hum. Easy way out.
Hann reyndar bað föðurbróður minn um að gefa sér pening um daginn, "ég verð að fá pening til að kaupa mat handa mömmu minni" Hún þarf mjög á því að halda, sú vannærða kona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home