luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 14, 2003

Fannst engum öðrum en mér þetta áhugavert?! Er ekki verið að búa til starf handa Hannesi Hólmsteini svo að það sé ekki hægt að meina honum aðgang að skjölum Laxness? Er ég með paranoiu?
Annars verð ég að segja fyrir mitt leyti, að mig langar miklu frekar að lesa ævisögu eftir sjálfstæðan ævisöguritara heldur en einhvern sem er handbendill fjölskyldunnar. "Æi, Halldór minn, vertu nú ekki að rifja þessi leiðindi upp." Og hann þorir ekki öðru en að hlýða, af því að hann er með aðgang að skjölunum. En þetta eru bara mínar hugrenningar, ekki staðreyndir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home