luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 09, 2003

Fyrir þá sem hafa lesið bloggið mitt á læknagarði og reytt hár sitt í örvæntinu yfir villunum sem koma fram þar, þá get ég sagt ykkur til mikillar gleði að tekist hefur að uppræta vandann. Ekki voru þó gáfur mínar þar að verki, heldur gáfur manns, sem rétt í þessu hlaut viðurnefnið "snillingur". Gaman hefði verið að lifa á víkingaöld þar sem allir báru viðurnefni. Mig rennir í grun um að mitt hefði verið "hin fagra". Að vísu misstu allir tennurnar úr skyrbjúg á þessum tíma eða voru drepnir fyrir að móðga einhvern (Shit maður hvað ég væri steindauð!!!) En það hefði samt verið gaman að hafa viðurnefni. Nema kannski fyrir Dodda hinn rauða eða Baldur hinn digra, ég held að feitur hafi ekki verið notað á víkingaöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home