Sonur minn er því líkur aðdáandi Sálarinnar hans Jóns míns. Hann syngur hástöfum "allt eins og það á að vera" og "vatnið, rennur í ólgandi straumi" Lesendur muna e.t.v eftir því að móðir drengsins mátti ekki missa af einu einasta sálarballi hér á árum áður og gilti þá engu hvort það var í Ídölum, Miðgarði, Sjallanum, Víkurröst eða hvar. Það skipti ekki öllu heldur þó maður væri ekki með bílpróf, maður komst samt á staðinn. Það sem maður lagði á sig stundum, það er með ólíkindum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home