Þá er Doddi farinn á fyrstu næturvaktina sína. Ég á alltaf hryllilega erfitt með að sofna þegar hann er ekki heima, sem er basically ástæðan fyrir því að ég er að blogga á þessum tíma sólarhrings eins og hvert annað fífl.
Hér var idolparty í kvöld, mætt voru Robbi og Ingibjörg, Sverrir og Kristín, Raggi og svo náttúrulega gestgjafarnir, við Þóroddur. Örvar á víst aðra vini en okkur, þó ég eigi erfitt með að trúa því. Jói var að vinna, í skeinerí og skeiðarstílum. Anyways, þátturinn var brilliant, EN setning þáttarins hlýtur þó að vera: "Bubbi Morthens sagði að ég væri eins og fíll og ég vildi fá nánari útskýringu á því og þá sagði Þorvaldur að það væri tilfinningin sko, þannig að þetta er mjög jákvætt" sagði stúlkan og var eitt spurningamerki í framan. HAHAHAHAHAHAHA
Fyrir ykkur sem horfðuð ekki, þá var Bubbi að tala um að hún minnti sig á fíl (feel) frá 1938-1942:) Þetta var náttúrulega bara brilliant.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home