luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 19, 2003

Í gær kallaði bekkjabróðir minn mig kvikindi. Vildi ég fá nánari útlistan á tilurð þess að ég væri kvikindi en fékk hana ekki.
Fylgir hér lýsing á atburðinum. Ég sat í Lífefnafræðitíma og blaðaði í möppunni minni þegar gaurinn hallar sér að mér og segir; "Þú ert nú meira kvikindið" Ég varð náttúrulega hálf hvumsa og spurði af hverju. "Bara, þú ert það" Þetta er náttúrlega svívirða, sjálfri finnst mér leitun að jafn hlýrri manneskju og mér. Bara kalt mat. Kristín og Björgvin, vinir mínir (svokallaðir), kalla mig Skaðalheiði. Sem er Hneisa. En þau vita nú reyndar ýmislegt um mig sem gefur þeim e.t.v tilefni til þessarar nafngiftar. Jæja samt.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home