luxatio hugans

awakening

mánudagur, september 15, 2003

Þá er bústaðaferð helgarinnar afstaðin. Það var heilmikið fjör, mikið hlegið. Baldur var í banastuði, ég er ekki frá því að ég hafi séð nýjar hliðar á Bóbó í þessari ferð. Farið var í ratleik, þar sem ein þrautin var að semja leikrit og flytja það á kvöldvökunni. Áberandi var að Baldur fór margar ferðir eftir nýjum bjór, áður en röðin kom að hans hóp á sviðinu. Sviðsskrekkur......læknast með ethanóli. Jæja leikritið var þrusugott, eins og öll leikritin. Mikið gaman.
Jæja á sunnudeginum æfði Ingvar sig MJÖG mikið á flautuna. Hann kann eitt lag, Hamarinn. Svo tilkynnti hann okkur að hann ætlaði í heimsókn til Baldurs, með flautuna og nóturnar. Þótti okkur Þóroddi það prýðishugmynd, því eflaust vantaði ekkert upp á timburmenn Baldurs nema Hamarinn í blokkflautuflutningi Ingvars.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home