luxatio hugans

awakening

mánudagur, október 27, 2003

Og annað. Grunsemdir mínar um piparsveininn virðast hafa verið á rökum reistar. Þetta er einstaklega áhugavert þar sem að ég hef ekki verið með puttana í þessu máli, né hef ég tjáð mig um það. Þannig að ég verð að fá útrás hér. Róm var ekki byggð á einum degi og Allý hættir ekki að vera stjórnsöm á einum degi heldur. EN ÞETTA ER ALLT Í ÁTTINA!! En drengurinn fer norður með stúlkunni á eftir (sjáið...ég set ekki einu sinni nöfn!), við vonum bara að það verði ekki til barn í skúrnum. Skúrinn hefur tilhneygingar til að geta af sér börn. Reynið að varast það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home