luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 17, 2004

Ég las Víkverja morgunblaðsins í morgun. Þar er Víkverji staddur í þvottahúsinu í fjölbýlinu þar sem hann býr , og er að taka úr og setja í vélar. Tvær gamlar konur eiga leið hjá og lýsa aðdáun sinni á honum. "Hugsaðu þér hvað lífið hefði verið dásamlegt ef við hefðum átt svona kall" átti önnur þeirra að hafa sagt. Víkverji fór að hugsa og fannst að ungu nútímakonurnar hafi gleymt þessari sögulegu staðreynd og að körlunum veitti ekki af að fá fleiri hvatningaorð frá okkur ungu nútímakonunum fyrir vel unnin störf.
Gott og vel. Til að byrja með var ég mjög innblásin af þakklæti og rauk til og þakkaði Þóroddi fyrir það hvað hann tekur virkan þátt í heimilisstörfunum. Þóroddur umlaði eitthvað af áhugaleysi enda niðursokkin í 4. árs verkefnið sem hann á að flytja á morgun. En þá hringdu einhverjar bjöllur í hausnum á mér. Hvaða rugl er þetta??!! Skyldi Víkverji þakka konunni sinni eitthvað sérstaklega fyrir það, að hún tekur þátt í heimilisstörfunum með honum? Eða ef út í það er farið, að þakka öllum eldri og heldri konum fyrir það, að þær skyldu alltaf hafa gert allt einar, gjörsamlega möglunarlaust, öldum saman. Ég neita því ekki að ég er þakklát fyrir tímana sem ég lifi á, en mér er skapi nær að þakka Bríeti Bjarnhéðins, Björgu C. Þorláksson, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Auði Auðuns (svo einhverjar séu nefndar) heldur en Víkverja þó svo að hann drullist til að setja í þvottavél. Enda vinnur konan hans pottþétt úti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home