luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 30, 2004

Ófædd Þóroddsdóttir

Þá hef ég fengið að vita að ég geng með stúlku. Ansi snotur verður snótin sú ef hún líkist mömmu sinni eitthvað og skemmtileg og fyndin með eindæmum. Ég var svo glöð að ég grét næstum þegar ljósan kvað upp úrskurð sinn varðandi kynið. Ég sá fyrir mér að verða undir í lífsbaráttunni ef enn einn strákurinn kæmi. Ég yrði ein á móti þremur og hefði ekkert um það að segja að farið yrði á Hornstrandir um Verslunarmannahelgar og svoleiðis. Nú hef ég eignast bandamann sem stendur með mér í svona stelpustöffi. Viðheldur gellunni í mér. Mæður sem eiga bara syni veslast upp í Henson göllum, Millet úlpum og snjáðum strigaskóm. Dóttir mín mun hins vegar neita að fara með mér í Kringluna nema ég sé sómasamlega til fara og í því felst ákveðið aðhald. Því er ekki að neita.
Blessuð stúlkan er auk þess komin með nafn en því mun ég ekki uppljóstra.

9 Comments:

At 2:13 e.h., Blogger Hadda said...

Ja hérna, bara allt að gerast, þökkum gvuði fyrir að Aðalheiður verður ekki í Henson galla í Kringlunni í náinni framtíð...... Það hefði verið að versta sem hefði getað gerst, eða hvað?

 
At 5:38 e.h., Blogger Ally said...

Nei það versta hefði verið Aðalheiður í Hensongalla í Kringlunni, SAUÐDRUKKIN. Það er það alversta sem gæti gerst.

 
At 5:06 e.h., Blogger B said...

Minnstu ekki á það ógrátandi - það væri hræðilegt

 
At 5:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna - ég byrja þá að setja öll bleiku stelpufötin niður í kassa handa henni.
Bestur kveðjur úr Vættagilinu. Sirrý

 
At 10:13 e.h., Blogger Hadda said...

Já það er sennilega verra, eða sauðdrukkin í Henson gallana með litlu stelpuna.. Það hefði verið enn verra!!

 
At 3:43 e.h., Blogger Iceland Today said...

Til hamingju með stelpuna!!! :) júhú... lifi tæknin!

 
At 5:53 f.h., Blogger Svala said...

ædi...til hamingju med pæjuna...heitir hún ekki potttétt sveil?;)

 
At 5:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekki gera lítið úr hensongöllunum, er það ekki nylon lúkkið!!!
Ég sé þig nú frekar fyrir mér í svörtu lakkrísbuxum, kvennahlaupsbol, íþ´rottasokkum ( þessu hvítu með rauðu og bláu röndinni) svo slærðu allt út með því að bregða þér í uppáhalds hæla skóna þína, maður sér svona fólk út í búð.....
kveðja Þórgunnur R

 
At 2:37 f.h., Blogger Svala said...

eruð þið að djóka!henson er þvílíkt í tísku!!og engin skömm að því að klæðast flík frá þeim....bara ef maður er fullur

 

Skrifa ummæli

<< Home