luxatio hugans

awakening

laugardagur, júní 05, 2004

Munkabisness

Á stikunni í tölvunni minni eru stundum undarleg url. Þó eru þau ekki jafn hræðileg oft núna eins og þau voru þegar Baldur var tíður gestur í tölvunni. Þá voru óþolandi url á alls kyns veðursíður á öllum Norðurlöndunum, sem Jón Fannar hefði reyndar gaman af að surfa um á, og á öll mót á gönguskíðum í veröldinni. Einstaklega áhugavert! En svo rakst ég á urlið www.lasermonks.com sem mér þótti furðulegt. Af skiljanlegum ástæðum þorði ég ekki að tékka sjálf á síðunni og spurði Dodda því hvað í fjandanum þetta væri. Nei. Þá eru þetta munkar sem selja hylki í prentara á netinu og Doddi er að hugsa um að fara skipta við, með orðunum: "Ég er ekki að djóka í þér hvað þeir eru ódýrir!!!!" Ef hann Þóroddur minn er ekki furðulegasti núlifandi Íslendingurinn, þá veit ég ekki hvað.

2 Comments:

At 12:20 f.h., Blogger Hadda said...

Þessir munkar eru snilld, svo fer mismunurinn til góðgerðarmála....... iðandi snilld

 
At 11:39 f.h., Blogger Svala said...

hehe....tessi elska hann tóroddur er engum líkur....in a good way!

 

Skrifa ummæli

<< Home