luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, september 30, 2004

Vaxtarskór

Las í mogganum í morgun um brilliant uppfinningu á íþróttaskóm sem vaxa með barninu. Það er einhverskonar harmonikka í miðjunni á skónum sem getur lengst. Snilld. Ég nefnilega geri ekki annað en að kaupa skó á barnið mitt. Eða allar flíkur hreinlega því krakkinn sprettur eins og arfi. Hann verður sjálfsagt 1.90. Fór með hann núna í haust að kaupa kuldaskó, og sagði við afgreiðslumanninn að ég væri hreint ekki viss í hvaða skóstærð hann væri kominn. Afgreiðslumaðurinn sagði að fyrst hann væri 6 ára þá væri hann örugglega kominn í stærð 30. Já já, sagði ég. Fyrir ári eða svo. Labbaði út með skóstærð 33. Það er alveg á hreinu að barnið er rangmæðrað. Ég veit ekkert með hvaða konu Þóroddur á þetta barn, en það getur ekki verið ég.