luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 24, 2004

Geðbilaðir tónleikar

Tónleikarnir í gær voru geggjaðir svo ég noti nú lýsingarorð fermingarbarns. Þetta var mögnuð upplifun. Ég efast ekki í eina sekúndu um verkjastillingu góðrar tónlistar lengur. Mér var farið að vera ofsalega illt í baki, fótum og grindinni eftir stapp í biðröð og bið eftir goðinu. Hún Lára þarna sem hitaði upp var bara vond og mér leiddist hún ofsalega mikið. En þegar Damien byrjaði að spila, þá hurfu allir verkir eins og dögg fyrir sólu. Ég sat bara með lokuð augu í alsælu. Engir verkir. Shit hvað fæðingin verður easy með gaurinn á fóninum. Það sem helst skyggði á gleðina, var eins og venjulega í margmenni, reykingafólkið. Nú verður skorin upp herör gegn reykingum með landlækni í broddi fylkinga. Ég vona bara að maðurinn verði snöggur að koma hugmyndum sínum inn hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Allar reykingar á öllum opinberum stöðum verði bannaðar. Það dugar ekkert minna. Ég labbaði út af staðnum og hafði ábyggilega reykt sem jafngildir kartoni af filterslausum Camel. Ekki gaman að því.