luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, september 21, 2004

Mjög mikilvægt

er að allt gangi upp í atburðarrásinni, þegar maður er að rista sér brauð og vill fá ostinn til að bráðna örlítið. Ég veit ekki hvort fólk almennt áttar sig á því hve lítið má fara úrskeiðis. Þetta er spurning um sekúndur, þar sem ekki ein má fara til spillis. Það þarf allt að vera klárt áður en maður ýtir brauðinu niður og svo þarf maður að vera alveg tilbúin til verka þegar brauðið kemur upp. Þetta er prýðileg æfing fyrir læknastarfið, þar sem aðgerðaröðin og tímasetningin er crucial. Jahá.