luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, september 08, 2004

Sænsku konungshjónin

Ó mæ god, ég sá sænsku konungshjónin og Ólaf og Dorrit út um stofugluggan minn. Ég bý nefnilega við hliðina á Neyðarmiðstöðinni Skógarhlíð, og þeim hefur greinilega fundist áhugavert að kynna sér hana. Enn og aftur er ég kannski ekki alveg jafn merkileg og hann Doddi minn sem var á barnadeildinni í gær þegar frúrnar mættu þangað. Ég spurði Dodda hvort hann hefði ekki kynnt sig fyrir drottningunni sem tengdasonur hennar en hann fékk víst ekki að koma nálægt henni. Ég hef sagt frá þessu áður, en þegar Doddi bjó í Svíþjóð þá var hann skotinn í Svíaprinsessu og ætlaði að giftast henni. Well that's not gonna happen. Doddi er bara með annars konar prinsessu núna og það er ekkert minni vinna að halda henni ánægðri.
En mikið er ég oft búin að vera ólýsanlega fegin upp á síðkastið að hann Ólafur er kvæntur henni Dorrit. Hann er svo asnalegur og mikill þurs eitthvað, með ljóta enska framburðinn sinn, en þá birtist þessi siðfágaði engill, í rándýru dragtinni sinni með óaðfinnanlegt hárið og maður varpar öndinni léttara og veit að þessari opinberu móttöku er borgið. Flottasti fulltrúi Íslands, gyðingurinn frá Ísrael.