Ónæmislitanir og ofbeldishneigð
Það eru ákveðin takmörk fyrir því hvað einstaklingur getur haft mikinn áhuga á ónæmislitunum. Að því hef ég komist. Þetta byrjaði í clausus hjá Helgu Ögmunds, og síðan þá, hefur komið kennari á hverri einustu önn, í einhverju fagi, sem starfar við ónæmislitanir og treður þeim inn í fyrirlestrana sína. Í gær fengum við ítarlega aðferðarfræði veirufræðings sem notar ónæmislitanir, PCR, kjarnsýruþreifingar og allt þetta andskotans krapp, í starfi sínu. Þá var ég með ágætis tolerance, enda næstum 3 mánuðir síðan ég hlustaði á þetta síðast. En þegar sýklafræðingurinn kom í dag og byrjaði fyrirlestur sem hann fékk örugglega lánaðan hjá veirufræðingnum um sama efni, þá var þolinmæðin á þrotum. Og þá kemur að þessu áhugaverða. Ég finn fyrir ofbeldishneigð þegar mér fer að leiðast svona hrikalega í fyrirlestrum. Ég pota nær undantekningalaust skrúfblýantinum mínum í Baldur, eða krassa á hann eða krassa yfir glósurnar hans. Ef hann er ekki við hliðina á mér og ég næ ekki í hann, þá finn ég leið til að koma andstyggilegum háðsglósum, um hann, til hans. Ef hann er ekki einu sinni í tíma, þá sendi ég honum niðrandi sms. Ég kann mig svo vel að ég níðist aldrei á neinum öðrum, það er þá helst Sverri í neyðartilvikum. Þetta er MJÖG áhugavert frá atferlisfræðilegu sjónarmiði. Getur verið að bullum sem leggja aðra í einelti, leiðist bara svona mikið?
<< Home