luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 03, 2004

jájá

Ég er andvaka og upptjúnuð eftir að hafa haldið saumó. Vanfær kona ætti náttúrulega að vera sofandi núna og safna kröftum. Það er náttúrulega áhugavert útaf fyrir sig að hrokabolti eins og frú Aðalheiður sé komin í saumó, hvað þá að hún haldi slíkar samkomur. Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hverju 12 spora kerfi geta komið til leiðar.
Talandi um vanfærni mína. Lokaorðin í öllum samtölum okkar Þóroddar upp á síðkastið hafa verið: Já en ég er að smíða líf, í 24 tíma á sólarhring, og ekki kvarta ég. Venjulega er ég þá að koma mér undan einhverju, varpa aukinni ábyrgð á hann eða fá hann til að rétta mér eitthvað. Við þessu á hann ekkert svar, honum finnast rökin (augljóslega) fáránleg en það er ekkert sem hann getur sagt án þess að líta út eins og tillitslaust karlrembusvín með engar tilfinningar. Hvaða nútímakarlmaður segir við vanfæra konu sína árið 2004: Getur þú ekki náð í það sjálf? ENGINN. Ekki einn. Það notfæri ég mér blygðunarlaust, og smíða svo líf á meðan hann skýst út í búð eftir einhverju lítilræði handa mér. Já, líf og fjör.