luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 27, 2004

Samkynhneigðir og fæðingarorlof

Sá í Fréttablaðinu í gær að Dick Cheney er fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra, ólíkt yfirmanni hans, apanum Bush. Hélt í eitt augnablik að gaurinn væri líbó og kúl, en í ljós kom að dóttir hans er samkynhneigð og þaðan er samúðin með málstaðnum eflaust runnin. Mér finnst það hálfskítt ef að við þurfum alltaf að bíða eftir því að ráðamenn rati í ákveðnar aðstæður til þess að fá greitt úr málunum.
Þetta minnti mig nefnilega á það þegar foreldrar mínir eignuðust tvíburana fyrir 10 árum. Þá voru engar reglur um lengra fæðingarorlof til tvíburaforeldra. Mamma gat sótt um viðbótarumönnunarstyrk, þar sem Gyða litla var léttburi, en fékk synjun því maðurinn hennar frystitogarasjómaðurinn (a.k.a ekki svo mikið heima við), væri svo tekjuhár. Jæja nokkrum árum seinna kemur Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, með langþráð frumvarp um lengingu fæðingarorlofs til fjölburaforeldra. Frumvarpið var samþykkt án nokkura deilna, eftir því sem að ég best veit. Litlu seinna les maður um son Ingibjargar, fótboltagutta einhvern af Skaganum og konu hans í Séð og heyrt, þau höfðu eignast litla tvíbura. Ingibjörg sagðist í viðtalinu ekki hafa haft hugmynd um að sonur hennar ætti von á tvíburum þegar hún lagði fram frumvarpið. Hann hafi svo hvíslað því að sér seinna. Right! Þetta frumvarp var frábært framtak, en mér finnst pirrandi þegar gert er ráð fyrir að fólk sé fífl.
Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég vil að Árni Magnússon sitji sem fastast í Félagsmálaráðuneytinu og að Jón Steinar Gunnlaugsson má gjarnan verða hæstaréttardómari fyrir mér.