Svikinn um símasex
Ég varð fyrir undarlegri áreitni um daginn. Átti notalega stund með fjölskyldu minni þegar ég fæ sms. Þekki ekki númerið og í sms-inu stendur: "Hæ elskan, hvað ertu að gera?" Ég svaraði ekki því ég þekkti ekki númerið. 5 mín. seinna kom annað sms: "Hæ elskan, hvað ertu að gera?" Ég fer í tölvuna til að fletta númerinu upp og á meðan ég er að því hringir síminn, og það er sama helvítis númerið. Ég svara og ætla að leiðrétta misskilninginn sem grey manneskjan er haldin. Sæll, segi ég, þú ert nokkuð örugglega með vitlaust númer.
Nei, segir gaurinn, var ég ekki að spjalla við þig á netinu áðan?
Nei, nei, segi ég.
Varstu ekkert á netinu áðan, spyr gaurinn tortrygginn.
Nei, laug ég, því ég var most definately ekki að spjalla við gaurinn þó að ég hafi brugðið mér á netið, eins og gengur.
Nú jæja, afsakaðu þá, segir gaurinn og leggur loksins á.
Þarna hélt ég að ég væri laus við hann en fékk nokkrum mínútum seinna annað sms: "Ertu ekki á lausu?"
Þá þandi Þóroddur minn bringuna og ætlaði að hringja í gaurinn og lesa yfir hausamótunum á honum. Ég taldi hann ofan af því, og þetta var sem betur fer það síðasta sem ég heyrði frá þessum nýja félaga mínum.
Svo fann ég hálfpartinn til með honum. Einhver hafði þokkalega haft hann að fífli en hann hélt að í vændum væri gott símasex, eða eitthvað þaðan af betra. Grey kallinn.
Sjálfri leið mér eins og gaurnum í sturtunni í The crying game. Eins og einhver hefði saurgað mig.
<< Home