Fjandans kennaraverkfall
Ég þurfti að setja einkaprinsinn upp í flugvél í morgun. Leið hans lá til Akureyrar. Sorg hans var öllu minni en mín, vitandi að framundan er óhóflegt dekur. Ég er hins vegar döpur yfir því að geta ekki eytt síðustu vikunum með honum áður en innrás prinsessunnar brestur á. Ekkert quality moment. Ég spurði hann í gærkvöldi með kökkinn í hálsinum hvort hann ætti ekki eftir að sakna mín ef hann færi til Akureyrar í verkfallinu. Hann svarði: "Heyrðu góða mín. Ég er með konu á Akureyri, og það er hún amma Gunna!" Og þar hafði ég það. Ég þurfti að minna mig á það í morgun að þetta væri sennilega ekkert persónulegt hjá kennurum gagnvart mér að hafa af mér krakkann. En ég þurfti að hafa fyrir því.
<< Home