luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, desember 07, 2004

Til hamingju Stöð 2

með danska jóladagatalið sem þið keyptuð til sýninga. Ingvar horfir að sjálfsögðu á íslensku hörmungina Á baðkari til Betlehem af skyldurækni, enda keyptum við dagatalið handa honum. Læknanemabarnið fær ekki að hefja dag hvern á örlitlum súkkulaðimola eins og maður sjálfur gerði í æsku og varð ekki meint af. Syni mínum varð svo að orði að honum fyndist Jesús og Jósefína miklu skemmtilegra heldur en Á baðkari til Betlehem. Þar er ég sammála. Við horfum öll saman á Jesús og Jósefínu en ég myndi frekar plokka úr mér augun en að horfa á Á baðkari til Betlehem. Það er eins og einhver upp á RÚV hafi fleygt 500 kalli í einhvern hugmyndasnauðan dagskrárgerðarmann og beðið hann að gera jóladagatal fyrir hann. Og ekki nóg með þann sparnað heldur er þetta svo sýnt á 5 ára fresti. Þvílíkt og annað eins metnaðarleysi er vandfundið. Eins og í íslensku barnaefni yfirleitt. Glatað.