luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Þjóðsöngurinn

Það er rugl að ætla að skipta um þjóðsöng. Auðvitað eiga ekkert allir að geta sungið hann, heldur bara einhverjir heimsklassa tenórar í upphafi landsleikja á Laugardalsvellinum. Ef allir gætu sungið hann, þá yrði hann sunginn í réttunum af einhverjum blindfullum sveitalubbum með brennivínsfleyg í ullarsokk. Nú eða á tjaldsvæðinu í Þórunnarstræti á Halló Akureyri á meðan fólk brennir Rúmfatalagerstjöldin sín. Það viljum við ekki. Það þarf að vera reisn yfir þjóðsöngnum og mér finnst kúl að það geti ekki hvaða plebbi sem er gaulað hann hvenær sem það hellist yfir hann löngun til að syngja þjóðsönginn. Jamm.