luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Bakari fyrir smið?

Nú þegar Þórólfur Árnason er búinn að segja af sér, þá finnst mér eins og bakari hafi verið hengdur fyrir smið. Hann var bara aum senditík. Hvar eru helvítis bófarnir? Reyndar hefur Kristinn Björnsson tímabundið vikið úr stjórn Straums, en hvað? Er það bara rétt á meðan öldurnar lægir?
Jæja þá er það bara doktorinn í stólinn. M.ö.o Dag B. Eggertsson fyrir borgarstjóra. Mér finnst hann rosalega sjarmerandi. Kannski er það bara vegna þess að ég er svo veik fyrir mönnum í hvítum sloppum. Kannski.