luxatio hugans

awakening

laugardagur, október 23, 2004

Af kennaraverkfalli

Einhverra hluta vegna hefur samúð mín með kennurum ekki verið mikil í þessu verkfalli. Strax þegar ljóst var að stefndi í verkfall þá var samúð mín með kennurum farin. Eftir það hefur það margítrekað gerst í þessum viðræðum, að ég fæ hreinlega andúð á sjónarmiðum kennara, hvort sem lélegum fréttaflutningi eða mannvonsku minni er um að kenna. Fall sáttatillögunnar sem er í öllum fjölmiðlum í dag, gerði svo útslagið. Hvað eru menn að pæla. Það er með öllu óskiljanlegt að í landi þar sem ríkir skólaskylda, sem fyrir mér útleggst að börnin séu hreint og beint skyldug til að mæta í skólann, sé hægt að svipta börnin skólagöngu. Mér finnst að ríkið eigi að koma í veg fyrir að einhver stétt fólks svipti barnið mitt skólagöngu. Með því að setja lög. Það eru alltaf sett lög á sjómenn. Setjum lög á kennara.
Í morgun fékk ég svo ógeð. Ég viðurkenni að ég vakna úrill og pirruð, komin viku framyfir. Ég næ mér í Fréttablaðið og les opnuviðtal við kennara sem hefur það svo skítt að hún selur sig að skóladegi loknum. Þessi kona sem er einstæð með engin börn á framfæri sér enga aðra leið til að framfleyta sér en þá að selja sig. Hvaða ömurlegi djöfulsins áróður er þetta? Á þetta virkilega að sannfæra mann um það að kennarastéttin sé sú stétt í landinu sem hefur það hvað verst?
Úbbs, rosa stress að kúnninn gæti verið pabbi einhvers í bekknum, híhí. Samt er hún svo viðkunnaleg og sakleysisleg að engan gæti grunað að hún sé hóra. Mér varð hugsað til kennara sonar míns, sama munu eflaust margir gera. Ég veit að þetta er bara einn hálfviti sem kemur óorði á marga, en mér er skítsama. Ég er búin að fá nóg. Til fjandans með málstað kennara!!!!