luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 19, 2004

Þriðji í framyfir

og geðheilsan er merkilega góð.
Var á mjög áhugaverðri samkomu í morgun, þar sem viðstaddir voru við Þóroddur, fæðingarlæknir og ljósmóðir. Samkoman fór þannig fram að ég lá, ber að neðan, með fæturnar í mjög hlýlegum fótístöðum. Fæðingarlæknirinn treður upp í leggöngin á mér, ísköldum speculum, og treðst svo upp á leghálsinn á mér með þurran bómullapinna sem hún snýr í hringi. Á meðan gefur hún ljósmóðurinni fyrirmæli, um að bora fingrunum á sér eins langt og hún kemur þeim ofan í grindina á mér, taka um hausinn á barninu, og hrista hann. Ég veit að ófætt barn mitt hefur vaknað af værum blundi og hugsað: "What the f....?" Eða kannski blótar hún ekki. Ég veit það ekki, ég hef ekki hitt hana.
En þetta var ágætis afþreying í morgunsárið. Síðan var ég send heim með svefntöflu. Það var freistandi að fara á fyllerí skv. læknisráði, en ég gerði það nú samt ekki. Heldur leigði ég mér leiðinlegustu spólu sem ég gat ímyndað mér, nei það er ekki rétt, Doddi ræfillinn var sendur á leigu, og fyrir hádegi á þriðjudegi leigði hann væmna kerlingarmynd. Hann sagði að kúlið hefði ekki verið spes:)
Ástæðan fyrir aðförunum gagnvart líkama mínum, er að hann er að sýna einhverja variantahegðun, sem þeir geta ekki staðfest með prófum og þá fríka þeir. Ég held að þessi krakki sé bara að sýna mér að hann ætlar að vera óþekkur. Það verður tekið á því, og það engum vettlingatökum.