Æsilegt matarboð
Í gærkvöldi hélt ég æsilegt matarboð og komu einar 14-15 konur. Þar af voru 4 bandarískar. Sjálf lagði ég ekkert sérlega mikið af mörkum þar sem það mætti kokkur hér heim í hús um 4 leytið og byrjaði að elda dýrindisrétti, það var ágætt þar sem ég er eiginlega að læra ónæmisfræði þessa dagana. En það voru mikil læti þegar gellurnar mættu á svæðið, sérstaklega í þessum bandarísku sem hlógu hátt og töluðu hátt, og þegar þær svo settust við píanóið og fóru að syngja þá var ég viss um að nágrannarnir héldu að ég væri dottin í það og nýtt partýtímabil væri hafið á 4. hæðinni. Kannski einhverjir lesendur muni eftir party sem haldið var í kringum afmæli Þóroddar, uhhh.... sem laganna verðir þurftu að hreinsa. En allavega. Þær urðu alveg agndofa þegar kokkurinn bar fram skreytta diskana og ein þeirra stundi: "What have we done to deserve all this?" Og sú þeirra sem var hvað mest með munninn fyrir neðan nefið svaraði: "We got drunk and passed out, that's what!" Sú hin sama sagði: "When you're having egg and bacon for braekfast, you know that the hen was involved but the pig is commited!!" Og það fannst mér ansi góður brandari. Annar góður brandari sem gellan sagði var: "Do you know why those Al-anons have sex with their eyes closed? They can't stand to see an alcoholic having fun!"
<< Home