luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, október 07, 2004

Forræðishyggja mæ es!!

Ég er ekki par sátt við pistil sem Hafsteinn Þór Hauksson skrifar í Fréttablaðið í gær. Sannaði fyrir mér, enn og aftur, að lögfræðinám skilar fólki engu þegar kemur að brjóstvitinu. Þar fárast hann yfir forræðishyggju heilbrigðisráðherra, (sem ég veit að er í samstarfi við Landlækni um málið) sem hann kallar svo, að vilja banna reykingar á opinberum stöðum. FÓLK Á AÐ FÁ AÐ VELJA SJÁLFT. Jejeje jarí jarí jarí jarí. Hann segir að reyklausa fólkið geti þá bara valið sér reyklaus veitingahús og aðra skemmtistaði. Hvar eru þessu reyklausu veitingahús? Jú, Grænn Kostur og Á næstu grösum. En setjum nú málið svo fáránlega upp, að nú sé ég ekki grænmetisæta, ÞRÁTT FYRIR að ég sé reyklaus, og mig langi hreinlega í blóðuga steik með feitri bernaisesósu. Hvert á ég þá að fara? Vissulega er fullt af reyklausum borðum á reykveitingastöðum, en það útaf fyrir sig er svo mikill brandari að ég nenni hreinlega ekki að fara út í þá sálma.
Þetta snýst ekki um forræðishyggju fyrir mér. Forræðishyggja snýst um að vita hvað er reykingarmanninum fyrir bestu og reyna að stýra honum til betri vegar. Ég hef sagt það áður að það er öllum skítsama þó reykingafólkið haldi áfram að drepa sig. Reynið bara að vera fljót að því. Þetta snýst um MINN RÉTT að vera í reyklausu umhverfi. Reykingafólk er eigingjarnasta fólk sem fyrirfinnst. Því finnst það eiga skýlausan rétt til að reykja undir berum himni t.d. En það raðar sér í hálfmána fyrir utan alla útganga, þannig að ég þarf að labba í gegn um það til að komast sjálf út. Ég stóð í röð í Fokking Fjölskyldugarðinum, for crying out loud, þegar konur fyrir framan mig og aftan í röðinni, kveiktu sér í. Þær voru jú undir berum himni, og allt reykingafólk veit að reykurinn fer beint upp og ekki á neinn annan. Reykið yfir börnunum ykkar ef ykkur finnst það viðeigandi, en látið það endilega vera að reykja yfir mínu barni.
Eins þegar ég beið í röð á Damien Rice tónleikana, þá var reykt allt í kringum mig og eins inni á staðnum. En skv. Hafsteini þá á ég bara sjálf að geta valið mér reyklausa viðburði, og hefði því bara átt að sleppa því að fara á tónleikana. Right?
Nei. Ég á að geta farið hvert sem ég vil án þess að það sé reykt ofan í mig. Það á ekki að skerða mín réttindi við það að valda engum skaða, það á að skerða réttindi fólks við að valda skaða. Við erum með ákvæði í Stjórnarskránni sem segir að við megum ekki drepa aðra. Notum það hér líka.
Annars hélt ég að ég hefði verið fúl eftir mökkinn á tónleikunum en það var ekkert miðað við Snorra vin hans Dodda, sem ætlar að labba um og míga utan í fólk, næst þegar hann lendir í svona. Og það besta við það er, að það er skaðlausara að láta míga utan í sig, en reykja ofan í sig. Kannski svolítið ógeðfellt samt.