luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, september 30, 2004

Allý dansar og syngur

Þeir voru hér í gærkvöldi, Palli og Doddi. Þeir voru að fara út að hlaupa og svo að lyfta í "líkamsræktarstöðinni" hans Dodda. Ég skil reyndar ekki afhverju ég hef aldrei bloggað um "líkamsræktarstöðina" sem Doddi kom sér upp í kjallaranum, en glöggir taka væntanlega eftir að "líkamsræktarstöðin" er í "gæsalöppum". Valhöll heitir hún víst. Hehehe.
Anyways. Ég hóf upp raust mína og söng. Ég syng frekar vel, eða mjög vel, öllu heldur. Nema að það gladdi mig verulega að Palli tók allur við sér og fór að dansa og klappa við sönginn minn. Ég fæ nefnilega Dodda aldrei með mér í slíkan stemmara. Dæmi:
Ég: Doddi syngjum saman!
Doddi: Nei.
Ég: Doddi dansaðu við mig!
Doddi: Nei.
Ég: Doddi koddu og sjáðu mig dansa!
Doddi: Nei.
Rétt er að taka fram að slíkar senur eiga sér ekkert endilega stað á laugardagskvöldi þegar fólk er leið út að skemmta sér, heldur kannski bara í hádeginu á fimmtudegi, eða seinnipart á þriðjudegi.