luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 05, 2004

Grasalækningar sökka

Í grúppunni á sunnudaginn, var Barbara hóstandi eins og ónýtt púströr allan tímann. Það hefði kannski verið pirrandi ef maður væri ekki í yfirnáttúrulegu andlegu jafnvægi eins og ég. Læt ekki nokkurn hlut sveifla mér. Allavega, doktorinn ákvað að kippa sjúklingnum með sér heim eftir grúppuna þar sem ég sauð handa henni ógurlegt seyði úr engiferrót, hvítlauk, sítrónum og hunangi. Allt á þetta að innihalda bakteríudrepandi og hreinsandi ensím og þetta drukkum við báðar í góðri trú. Það fór ekki betur en svo að Barbara var á Læknavaktinni í gær og þurfti að fara á sýklalyf og sjálf er ég með hausverk og illt í hálsinum. Af þessari sögu má draga þá rökréttu ályktun að grasalækningar sökka. Lifi vestrænar lækningar og sýklalyf.

Kannski þefaði ég helst til of mikið af agarskálunum í verklega sýklafræðiprófinu. Það gekk annars uber vel og skriflega sýklafræðin er á fimmtudag og ekkert því til fyrirstöðu að ég rúlli því upp, þar sem ég kann námsefnið upp á 8 +/- 2. Sýklafræðin er skemmtileg ólíkt mjög mörgu öðru sem troðið hefur verið ofan í kokið á manni í þessari læknadeild. Þetta er svo helvíti praktískt allt saman.