luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 12, 2004

Cop killer

Hey, fyrst aðrir blogga um það.......... þá blogga ég um það.
Einn matargesturinn minn frá því á sunnudagskvöldið á sér nefnilega all sérstæða sögu. Henni var nauðgað og misþyrmt af 5 löggum í Bandaríkjunum. Hún borgaði fyrir sig með því að drepa 4 þeirra. Hversu oft gerist það í lífi sérhvers manns að hann setji hvítan dúk á borðstofuborðið sitt og bjóði löggumorðingja í mat?? OG ER BARA ALVEG RÓLEGUR MEÐ ÞAÐ! Bað Dodda bara vinsamlegast að vera ekkert að þukla neitt mikið á henni óumbeðinn. Þessi kona var fyrst meðhöndluð við syfilis þegar hún var 8 ára. Þá var mamma hennar búin að selja aðgang upp á hana síðan hún var 4 ára. Og í dag segir hún að þetta sé ekkert til að vera væla yfir. Svo vildi gellan fá að sjá vögguna sem barnið á að fá, og fór næstum að skæla þegar hún sá Bambasængina. Já svona er þetta. Við eigum öll okkar fortíð en getum samt klökknað yfir Bambasæng. Kannski þarf maður einmitt að eiga fortíð til að klökkna yfir Bambasæng.
Mér er farið að þykja vænt um fortíðina mína í dag. Hlutir sem ég hefði viljað grafa yfir og gleyma áður. Það er nefnilega að renna upp fyrir mér að lífsreynslan gerir okkur að því sem við erum. Og lífsreynslan fæst hvergi keypt og ekki er hægt að lesa sér til um hana. Fólkið sem ég hef kynnst á síðustu tveimur árum sem á sér svarta sögu og hefur unnið sómasamlega úr henni er fólkið sem er að kenna mér hvað mest í dag. Heyrði eitt sinn sagt að mantran "nam jo
ho renge kiyo" þýddi að upp úr mestu drullunni vex fegursta lótusblómið. Það er nokkuð mikið til í því. Sagan mín, gerir mig að því sem ég er í dag. Og ég myndi ekki vilja vera nein önnur.