luxatio hugans

awakening

sunnudagur, október 17, 2004

Áhugavert

er að Hrefna Díana vinkona mín átti barn í morgun. Hún var ekki skrifuð inn fyrr en 29. oktober og þetta gæti kannski sveiflað mér eitthvað ef ég væri ekki í þrusu andlegu jafnvægi. Jamm. Annars klökknaði ég þegar ég fékk sms-ið. Ég hef frétt af þó nokkrum barnsfæðingum upp á síðkastið en hef ekki klökknað fyrr en nú. Annars er gaman að segja frá því að Begga Lee gaf mér og Hrefnu alveg eins peysusett á krílin. Hrefna fékk blátt og ég bleikt. Upphaflega kom Begga með bláa peysusettið til mín. Ég leit ofan í pokann og sá þessa bláu peysu, húfu og sokka, allt voðalega fallegt EN BLÁRRA EN ANDSKOTINN!! Ég hélt andliti, afar elegance, og var að pæla í því hvern andskotann hún væri að plotta, því ég var búin að básúna út um allt land að ég ætti von á stelpu. Þannig að að ég fattaði að Bergþóra var með eitthvað statement. Annað hvort að stelpur væru sætar í bláu eða að Guð hefði sagt henni að ég gengi með strák. Allavega þá kyssti ég hana fyrir gjöfina. Daginn eftir er Kristín Linda hjá Beggu þegar Bergþóra rekur upp öskur. Þá fann hún bleika settið og fattaði að ég hafði fengið bláa. "Nú skil ég svipinn á Allý þegar ég gaf henni gjöfina!" Again. Þá á ég greinilega ekki auðvelt með að fela tilfinningar mínar þó svo ég haldi það. En við Hrefna vorum báðar búnar að ákveða að börnin færu í peysunum heim, þannig að nú þarf ég að koma mér upp á fæðingadeild í dag, með einhverjum ráðum. Þetta væri nefnilega Kodak moment. En allavega. Innilega til hamingju, Hrefna og Hörður, með að hafa átt barn á undan mér, bjánarnir ykkar!!