luxatio hugans

awakening

föstudagur, nóvember 05, 2004

3 ára háskólanám

Ég skil ekki hvers vegna kennarar stagglast alltaf á þessu þriggja ára háskólanámi máli sínu til stuðnings. Þriggja ára háskólanám er ekki langt, það er stutt. Háskólanám gerist ekki öllu styttra en þrjú ár. Þannig að eftir að hafa heyrt ræðuna um launin með þriggja ára háskólanám að baki, þá hugsa ég bara: Já og?
Nei, nei kennarar mega vel hafa hærri laun. En þriggja ára dæmið eru ekki góð rök.