luxatio hugans

awakening

mánudagur, janúar 31, 2005

Annar í Þorra

Fór á annað þorrablótið á tveimur vikum í gærkvöldi. Uhhh mér fannst matseðillinn öllu ógeðslegri þar en á mínu blóti. Það ógeðslegasta á mínu blóti var súra vélindað, en Hálfdán goði bauð upp á: súrt slátur, súrsaðann selshreifa, og súrar lambaklaufir sem ég var svo sannarlega ekki með. Hálfdán hafði varpað fram fyrripart til okkar á netinu, þar sem rímorðin voru öxl og mjöðm. Þóttist hann fyndinn og hafa fundið fyrripart sem ómögulegt væri að botna. Nú við Sigurður Árnason botnuðum hann samt og bárum fyrir okkur latínu og flámælgi til þess að þetta gengi nú upp. Það er skemmst frá því að segja að við unnum botnakeppnina og hlutum að launum frosið lambahjarta. Það er óþarfi að taka fram hve margir botnar bárust í keppnina. Það er ekki að spyrja að því þegar svona fagnörd hittast og hafa gaman. Þá fjúka brandarar eins og: "Strákar, eruð þið búnir að smakka súru Sertoli frumurnar?" sem þykja fyndnir, á þessum vettvangi eingöngu og hvergi annars staðar. Jamm.