luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 10, 2006

Úrillska

Ég er úrill. Önug. Með ólund. Ég sé andlitið á mér ekki speglast á tölvuskjánum en ég er samt viss um að það er fýlusvipur á mér. Það hefur enginn gert mér neitt og ég get ekki gert neinn ábyrgan fyrir geðvonskunni. Það eykur á vansældina að hafa engan blóraböggul. Oft skrifa ég mínar bestu bloggfærslur þegar ég er gröm. Fyrir því er einföld ástæða. Þegar ég er gröm þá er ég föst í hausnum á mér. Í hausnum verða færslurnar til. En nú er ég fúl og það kemur engin snilldarfærsla. Svei.