luxatio hugans

awakening

laugardagur, apríl 28, 2007

Já áhugavert

það er búið að vera fróðlegt að lesa (helvítis) moggabloggið eftir viðtal Helga Seljan við Jónínu Bjartmars. Var allt þetta fólk að horfa á sama viðtalið? Ég skil ekki hvernig er hægt að komast að svona mörgum gjörólíkum niðurstöðum. Af því að ég segi nú stundum skoðanir mínar þá ætla ég líka að gera það núna. Í viðtalinu sem ég sá og hlustaði á kom Jónína hryllilega illa út. Mér finnst rosalega ódýrt að grenja pólitískar ofsóknir þegar verið er að kafa ofan í málin, því það ER OG Á AÐ VERA hlutverk fjölmiðla að veita stjórnmálamönnum aðhald. Ef þeir hafa ekkert að fela þá skýra þeir bara mál sitt og allir eru sáttir. Það gerðist bara ekki núna. Jónína skýrði ekki mál sitt, þrátt fyrir að ótalmörgum hafi fundist hún gera það. Það að enginn í allsherjarnefnd hafi vitað af tengslum Jónínu við þessa stúlku er náttúrulega þvæla. Allir sem einhverju sinni hafa unnið á einhverjum vinnustað vita það að allir vita allt um alla. Það er bara þannig. Ég var á einni 8 tíma vakt um daginn með manni sem ég hafði aldrei hitt áður. Eftir vaktina vissi ég að hann á 7 ára gamlan son sem var svo óvær að allt fyrsta árið svaf hann á bringunni á pabba sínum. Og nota bene, ég fór aldrei í kaffi á þessari vakt. En jú...... það er einmitt helvíti líklegt að enginn í allsherjarnefnd hafi vitað að Jónína Bjartmars eigi tengdadóttur frá Guatemala. Right;) Og það er málið í mínum huga. Ekki endilega hvort hún hafi hjálpað tengdadótturinni við umsóknina eða ekki því auðvitað notfærir maður sér þekkingu og reynslu sinna nánustu þegar á þarf að halda. Bara ekki ljúga opinberlega og væla svo undan ofsóknum. Það er ekki smart.