luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 28, 2007

Fjárans heiðarleikinn

MaggaVaff hringdi í mig í gær og vildi endilega leggja inn á mig pening. En af því að ég er búin að sóa síðustu fjórum árum ævi minnar í einhverju heiðarleikaprógrammi þá sagði ég henni satt og rétt frá. Ég sagði henni að frú B. hefði borgað fyrir hana tvo Latté en ekki ég. Þarna hafði 10, 11 og 12 af mér sexhundruð krónur. 600 krónur. Kannski ekki mikill peningur en hún mamma mín segir alltaf að maður tínir ekki 600 krónur upp úr götunni þegar rætt er um fjárhæðir sem engu máli virðast skipta. Þar hefur hún mikið rétt fyrir sér. Hvenær hefur 10, 11 og 12 gefið mér eitthvað?? Eins gott að ég leyfi ekki komment því þá myndu Auja og Björgvin örugglega byrja að þusa eitthvað um gildi 10, 11 og 12 í mínu lífi.