luxatio hugans

awakening

sunnudagur, mars 25, 2007

Leiðinleg blogg

Ég fór á kaffihús í gærkvöldi með nokkrum hressum meðlimum samtaka iðnaðarins. (Sorry S. að ég sé að stela þessu, þetta er bara svo ágætt hugtak) Þar barst í tal bloggfárið. Allir eru að blogga en hverjir eru að lesa? Við MV og S. vorum náttúrulega á einu máli um það að okkar blogg bæru af. Mér finnst voða gaman að lesa absurd blogg. Ég reyni líka sjálf að skrifa í absurdisma, einfaldlega af því að mér finnst það skemmtilegast. Sumir eru að skrifa um daginn og veginn en gera það vel, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með. Þá kannski sér í lagi blogg vina í öðrum löndum eða heimsálfum. Hins vegar er það náttúrulega staðreynd að það er til mjög mikið af leiðinlegum bloggsíðum. Sumar eru alveg hrútleiðinlegar. Dagbókarstíllinn sem hefur ekkert fyndið eða óvenjulegt fram að færa. Það eru leiðinlegustu bloggin. Því fannst mér svo ágætt að rekast á þessa bók. Megi hún lýsa sem flestum leiðina. Annars veit ég náttúrulega ekkert um innihald þessarar bókar, en titillinn lofar góðu;)