Dómstóll götunnar
Jæja þá eru dómstólar búnir að kveða upp þann úrskurð að forstjórar olíufyrirtækjanna, þeir hinir sömu og plottuðu verðsamráð og skiptu með sér markaðinum, bæru ekki ábyrgð á því. Það eru fyrirtækin HF sem bera ábyrgðina. Þá veit ég ekki hvort átt er við húsnæðin, innanstokksmuni eða hlutabréf, en fyrirtækin voru það.
Ég er ekki lögfróð, langt því frá, en enn og aftur er siðferðiskennd minni misboðið. Því höfða ég nú til dómstóls götunnar. Nú hunsum við þessi glæpsamlegu fyrirtæki og verslum við Atlantsolíu. Sjálf notast ég við þennan prýðilega dælulykil og það er hrein snilld hvað það er þægilegt.
Annars er ég farin að halda að maður geti haft ágætlega upp úr því að vera bara sem minnst heiðarlegur. Og því óheiðarlegri, því meira fyrirgefst manni. Hrein snilld.
<< Home