Delivering Babies!!!!!
Þá er önnur sólarhringsvaktin mín búin og ég hélt áfram að raka inn fæðingum. Ég óttast það að bekkjarfélagar mínir berji mig í frímó á mánudaginn þannig að ég ætla ekkert að vera að segja frá því að ég hafi fengið vatnsfæðingu á vaktinni;) Hehehehe. Jæja það eru þá allar líkur á því að ég bjargi mér ef ég þarf að taka á móti úti í feltinu eða periferinu eftir atvikum. Já við stúdentarnir vitum að það getur verið grínlaust að vera úti í periferinu.
Nú veit pöpullinn ekkert hvað ég er að fjasa, og ég veit ég er að fjasa, ég er svefnlaus, en það er alveg sjúklega fyndin menningin á spítalanum að kalla læknanema stúdenta og sumt fólk getur ekki sagt úti á landi, heldur verður að tala um periferið. Þetta eru sér í lagi eldri sérfræðingar sem tala um okkur sem stúdenta eða ávarpa okkur sem slíka. "Segðu stúdentunum hvernig á gera þetta", "Láttu stúdentinn taka þennan journal", eða "Láttu stúdentinn fylgjast með." Ógleymanleg er sagan af ónefndum mági mínum. Hann var búinn að vera að aðstoða í aðgerðum allan morguninn, ætlaði að gerast svo djarfur að fá sér hádegismat og var að labba út skurðstofuganginn þegar einn eldri sérfræðingur öskrar á eftir honum: "STÚÚÚÚDENT!!!! ÞVOÐU ÞÉR!!!!" En að þvo sér vísar ekki til óhreinlætis viðkomandi heldur að hann eigi að skrúbba sig og standa sterill í aðgerðinni með skurðlækninum. Allavega. Sjúklega fyndið og getur einhverra hluta vegna bara komið fyrir suma;)
<< Home